Samvinnan - 01.12.1981, Side 49

Samvinnan - 01.12.1981, Side 49
menni og iðandi fjör á torg- inu við Casa Inglesa. Þar sat fólk og drakk kaffi, bjór, vin og gos, borðaði is og fylgdist hvað með öðru. Heilu portúgölsku fjölskyld- urnar voru úti með unga- börn alveg framundir mið- nætti í hlýju myrkrinu. Mikið var um að vera á miðju torginu hjá leikfanga- sölunum, sem seldu upp- trekta bila og dýr, blöðrur og sápukúlublásara og sýndu þetta með miklu fjöri og tilburðum. Þarna voru líka nokkrir sölustandar fullir af bókum. • Portúgalskt nautaat Hvern sunnudag fer fram nautaatíhringleikahúsi í út- jaðri Portimao. Það var með hálfum huga að ég slóst í för með samferðafólkinu til að horfa á þetta — og dauð- kveið fyrir. En portúgalskt nautaat er ekki eins æsilegt og það spánska. Þarna eru nautin aldrei drepin, heldur særð lítillega í herðakamb- inn með smáspjótum, fag- urlega skreyttum. Áður en leikirnir hófust gengu nautabanarnir fram í fríðri breiðfylkingu og heilsuðu einhverjum fyrirmanni, sem sat í heiðurssæti rétt fyrir ofan okkur, með því að breiða skrautskikkjur yfir aðra öxlina, taka ofan svörtu húfurnar og hneigja sig djúpt. Þá gafst okkur gott tækifæri til að virða fyrir okkur handbroderaða ogbaldíraða mittisjakkana, aðskornar silkibuxur með útsaumuðum skrautbekk á hliðunum. Einn var á hest- baki i síðum, purpurarauð- um jakka, hinir voru grá- gul- og hvitklæddir og yngsti nautabaninn, greini- lega nýgræðingur, var í blágrænum búningi. Allir voru þeir í hvítum skyrtum með flibba og rautt háls- bindi. Einhvernveginn hafði ég bað á tilfinningunni að nautin fjögur, sem barist var við, væru ekkert of spræk og nenntu þessu varla stundum. Þó tóku bolar ansi góða spretti og eltu hestinn og riddarann og þurfti einu sinni að skipta um hest, þar sem hann særðist á fæti. Ekki hef ég farið út í það að kynna mér leikreglur nautaats enda áreiðanlega mikil fræðigrein á sína vísu. En það er fallegt og glæsi- legt að sjá nautabanann sveifla rauðbleiku skikkj- unni og dansa nokkurskon- ar ballett framan við naut- in. Aðstoðarnautabanar standa bak við hlifar uppi við veggi leikvangsins og koma og æsa nautið með sínum bleiku skikkjum, ef það er í þann veginn að þjarma of mikið að aðal- bananum. Eldrauð skikkja og sverð er notað í síðustu hrinunni. Mjög fimur nauta- bani, hvítklæddur, stóð sig best og endaði með því að taka í annað horn nautsins og krjúpa á kné við það. Ungi nautabaninn i sæ- græna búningnum var nokkuð stirðari í hreyfing- um, en ákaflega ánægður með sig, ekki síst þegar hann að leikslokum gekk meðfram áhorfendahringn- um og tók á móti lófaklappi og hrósi fólksins og nokkr- um blómvöndum, sem kasr- að var til hans. Þarna sá ég fyrirbæri, sem ég vissi ekki i fáfræði minni að væri til. Þegar riddarinn hafði lokið atlögu sinni að nautinu og sært það með 5—6 smáspjótum, þustu sex menn (ekki veit ég hvaða nafn þeir bera í leiknum) klæddir ljósbrúnum buxum, gulbrúnrósóttum mittis- jökkum, i hvítum skyrtum með rauð bindi og breiða, rauða mittislinda inn á leikvanginn og réðust tóm- hentir gegn nautinu. Einn skellti sér á milli horna þess (og átti þá á hættu að fá slæma byltu), tveir tóku sitt GLEÐILEG JÓL FARSÆLT NÝTT ÁR Þökkum gott samstarf og viðskipti á liðnum árum KAUPFÉLAG FÁSKRÚÐSFIRÐINGA Fáskrúðsfirði •kJ Sendum öllum beztu óskir um GLEÐILEG JÓL og farsœlt komandi ár með þökk fyrir viðskiptin á árinu KAUPFELAG TALKNAFJARÐAR Sveinseyri 49

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.