Samvinnan - 01.12.1981, Side 50

Samvinnan - 01.12.1981, Side 50
Gist undir höku kerlingar Allt er brúnt og skrælnað og hyllst er til að byggja bæina í svalandi skugga limríkra eika ... í hvort horn og sá sjötti í halann. Eitt sinn vildi nú hvorki betur né verr til en svo að skelfing mikil greip alla nema þann, sem hélt um halann, svo að þeir stukku ýmist bak við vegg- hlífarnar eða skelltu sér upp fyrir vegginn inn til áhorf- endanna, en halahaldarinn barðist einn fyrir lífi sinu um stund uns hinir höfðu safnað kjarki til að koma honum til hjálpar. Þegar ná skyldi nautinu út úr hringnum í leikslok, birtust kúasmalar í rauöum vestum og svörtum hnjá- buxum haldandi á löngum prikum og með þeim þrjú nokkurskonar fjósnaut með klingjandi bjöllur um háls- inn og áttu þau að iokka hetjunautið út af leikvang- inum. Þá varð oft nokkurt þóf, hetjan vildi ekki láta sig og sneri hvað eftir ann- að við inn á völlinn á ný. Loks tókst þó að koma öllum hópnum út og rammgerð- um hurðum með stórum slagbröndum var skellt í lás að baki hans. • Á leiðinni til Lissabon Við vörðum tveimur dög- um af þessum hálfa mánuði i ferð á bílaleigubíl til Lissa- bon, um 600 km leið fram og til baka. Þjóðvegurinn gegn- um Algarve er greinilega malbikaður gamall kerru- vegur, mjór og bugðóttur. Víðast voru hávaxin gömul eukalyptustré meðfram veg- inum eða furur og skiptist því á kryddkennd eukalypt- usangan og hressandi barr- ilmur. Víða voru stórir nytjalundir þessara trjáa og sjá mátti staflana af grönn- um, höggnum trjábolum. Þegar nær dró Lissabon, ók- um við gegnum korkeika- skóga, þar sem lita mátti eikurnar stripaðar næstum frá rótum og uppundir lauf- krónur og var brúngulur litur borinn á stofninn. Við ókum líka fram hjá slegnum ökrum og ávaxtaekrum. Oft mættum við asnakerrum á veginum og nokkrum sinn- um konum, sem báru poka eða ílát á höfðinu. Allviða ókum við framhjá kúm, kindum eða geitum á beit og undantekningarlaust var þeirra gætt af smala, oftast rosknum karlmanni, sem stóð yfir þeim og studdist við langt prik. Heima við hvitkalkaða sveitabæina með brúnu helluþökunum mátti sjá konur hengja þvott út á snúru og asna, hunda og ketti þar í nánd. En ósköp fannst mér „hvíti“ Óskum viðskiptavinum, velunnurum og lands- mönnum öllum GLEÐILEGRA JÓLA og góðs komandi árs KAUPFELAG ÞINGEYINGA Húsavík 50

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.