Samvinnan - 01.12.1981, Blaðsíða 56
Lubbi
Tanya gekk dálítinn spöl frá veiði-
mönnunum, hún valdi sér stað,
þar sem sefið óx langt út i tjörn-
ina og fór að baða sig. Lubbi fór líka
í bað. Fyrst synti hann nálægt litlu
stúlkunni en síðan synti hann í burtu
og hvarf inn i sefið, þar sem það var
þéttast.
Tanya var tæplega búin að klæða sig
eftir baðið, er hún sá Lubba synda til
sín með önd á milli tannanna. Hann
brölti upp á bakkann og færði Tanyu
veiðina. Hún athugaði öndina og sá,
að hún var töluvert stór, en vængirnir
voru ekki fullvaxnir, hún gat þvi ekki
flogið. Þessir ungar eru kallaðir
„skvettur“, vegna þess, að þegar þeir
reyna að komast undan þeim, sem
ætla að fanga þá, geta þeir ekki annað
en sagt skvett, skvett, með vængjun-
um, um leið og þeir slá þeim í vatnið.
Þótt þeir reyni af öllum kröftum, geta
þeir ekki hafið sig til flugs. Og þess
vegna hafði Lubbi veitt önd.
Tanya kallaði á Pétur frænda, sem
kom rétt í því að Lubbi synti að bakk-
anum með annan andarunga.
Lubbi synti i land með sex andar-
unga, heila fjölskyldu. Á meðan stóðu
veiðimennirnir og veltu vöngum.
„Það er naumast, að hvolpaskömmin
gerir okkur hneisu", sagði Pétur
frændi. Við gerðum eins og við gátum
en höfðum ekki eina einustu upp úr
krafsinu, en Lubbi syndir bara smá-
spöl og kemur með sex miðdegisverði,
án þess að skotið sé einu skoti. Þetta
er nú veiðihundur sem gagn er að“.
„Hvað eruð þið að tala um miðdeg-
isverði?“ spurði Tanya. „Ég læt ykkur
ekki drepa endurnar mínar. Lubbi
kom með þær til mín og ég ætla mér
að eiga þær“.
Veiðimönnunum datt ekki i hug að
rifast við Tanyu. Hún hafði rétt að
mæla, andarungarnir voru hennar
eign. Þeir létu þá þvi í poka og báru
heim.
Veiðimennirnir tveir urðu nú að at-
hlæi um allt þorpið. „Þið hljótið að
hafa notað galdraskot fyrst dauðar
endurnar eru nú sprelllifandi", sagði
fólkið. En þeir voru léttlyndir, höfðu
gaman af sögunni og hlógu eins og
aðrir. „Við vorum bara að þessu upp
á grín“, sögðu þeir. „Við ætluðum
aldrei að gerast atvinnuveiðimenn, og
höfðum ákveðið að selja byssurnar.
Lubbi getur farið á veiðar án okkar.
Hann veiðir mest einsamall, og end-
urnar sex koma okkur ekkert við,
Tanya hefur allan veg og vanda af
þeim“.
Þegar haustaði og villiendurnar
bjuggust í ferðalag suður í lönd, voru
flugfjaðrirnar klipptar af öndum
Tanyu. Um veturinn voru þær hafðar í
hænsnakofa. Tanya gaf þeim vel og
þær urðu mjög hændar að hinni
hjartagóðu litlu stúlku. Þær þurftu
ekki annað en heyra rödd hennar og
kvakk, kvakk, kvakk, þær komu vagg-
andi til hennar allar sex, hver af ann-
arri.
Skólabörnin voru að undirbúa af-
mælishátið októberbyltingarinnar.
Þau höfðu verið að skreyta
kennslustofuna með grænum greinum
og voru þvi í skólanum fram i myrk-
ur. Þetta hafði engin óþægindi í för
með sér fyrir þau börn, sem bjuggu ná-
lægt skólanum. En Tanya og nágrann-
ar hennar, þeir Kolli og Tolli, sem öll
voru nemendur í öðrum bekk, þurftu
að ganga meira en tveggja mílna leið
gegnum skóg og yfir akur til að kom-
ast heim. Vegurinn gegnum skóginn
hafði skolast burtu i regni, sem verið
hafði undanfarna daga og var þvi
ósýnilegur. Drengirnir sögðu, að best
væri að biða, þar til þau yrðu sótt.
„Það er ómögulegt að sjá veginn. Það
er hræðilegt að ganga“, sögðu þeir.
En Tanya vildi ekki biða. Hún var
hugrökk telpa, sem ekkert hræddist,
að minnsta kosti ekki á meðan Lubbi
var hjá henni, og hann var sjaldan
langt undan. Hann fór meira að segja
með henni í skólann, og beið í skóla-
portinu á meðan hún var inni i
kennslustof unni.
,.Raggeitur“, sagði Tanya, „Lubbi
hleypur á undan og vísar okkur veg-
inn. Hann getur ekki týnst, því að
hann þefar leiðina uppi“.
Þetta hughreysti drengina, og lögðu
þau nú öll af stað niður veginn.
Þau voru nú komin inn i skóginn.
Þar var engan veg að sjá i myrkrinu.
Lubbi hljóp á undan og börnin sáu
alltaf hvítt bak hans. Hvítt sést vel i
svörtu umhverfi.
Börnin héldu nú áfram lengi, lengi,
leiðin virtist miklu lengri i myrkrinu,
hún virtist alveg endalaus. Allt i einu
fór að snjóa. Þetta var fyrsti snjór
vetrarins. Hann féll í þykkum, stórum,
þungum flyksum og þakti allt í kring-
um þau. Lubbi gelti, hann gelti aftur
og aftur, síðan hljóp hann i burtu og
hvarf. Sennilegt að héri hafi hlaupið
yfir veginn og hann ætlað að elta
hann.
Börnin gengu áfram um stund og
fundu, að þau voru á ótroðnum jarð-
vegi. Þau gengu samt dálítið lengra,
en duttu þá um runna eða tré. Leiðin
var lokuð, og því ekki annað að gera
en snúa við.
Þau ætluðu nú að reyna að finna
spor sín, en þau sáu engin spor og
fundu engan veg. Börnin héldu þá til
hægri handar, en komu þá að mjög
þéttum skógi. Þá sneru þau til vinstri
og gengu heila eilífð að þeim fannst.
Skógurinn var þarna ekki eins þéttur,
og nú sáu þau trjátoppana, en veginn
fundu þau ekki.
Börnin námu nú staðar, enda skild-
ist þeim, að þau höfðu villst.
Drengirnir fóru að vola og væla, og
skömmu seinna hágrétu þeir.
En Tanyu leið samt verst. Hún vildi
ekki biða eftir vagni og hafði talið
litlu drengina á að koma með sér.
Enginn maður i hestvagni gæti fundið
þau núna, þar sem þau voru í svarta
myrkri langt frá veginum. Tanya
fann, að hún ein bar ábyrgðina.
56