Samvinnan - 01.12.1981, Page 57

Samvinnan - 01.12.1981, Page 57
Tanya og drengirnir settust undir stórt furutré. Þótt myrkur væri, gat hún sagt þeim, að þetta væri furutré. Hún fann hvernig nálar þess stungust i hendur hennar, er hún snerti það. Kolli og Tolli létu nú óspart i Ijós ótta sinn og snöktu hvor í kapp við annan. „Við erum búnir að vera“, sögðu þeir aftur og aftur. „Annað hvort frjósum við i hel, eða birnir og úlfar koma og éta okkur“. „Verið þið rólegir“, sagði Tanya. „það eru hvorki birnir né úlfar í þess- um skógi og hafa ekki verið í hundr- uðir ára, þeir voru allir flæmdir burtu fyrir löngu“. En þótt hún talaði svona mundi hún vel, það sem mamma hafði sagt henni, já, síðast i gær, að bjarndýr hefðu komið út úr skóginum hinum megin við lækinn og drepið kálf. Það mundi ekki verða lengi að komast í þann hluta skógarins, sem þau voru nú stödd i, áreiðanlega ekki. Ó, hvað þetta var hræðilegt, hún gat ekki annað en hugsað um það. Tanyu langaði til að kalla á Lubba, en af ótta við bjarndýr- ið þorði hún ekki að láta heyrast til sín. Allt i einu heyrði hún óþekkt hljóð í fjarska, sem kom nær og nær. Það var eins og Baba Jaga galdranornin með spanskreyrinn þrammaði eftir veginum og lemdi frosna grundina með stafnum. Hljóðið barst nær og nær ... Klumpití-klump-klumpití- klump, sagði það. Drengirnir snöktu ennþá og heyrðu ekkert, en hjarta Tanyu litlu var al- veg að springa af ótta. Ó, ef Lubbi væri hjá henni, gæti hann með þef- vísi sinni uppgötvað hvað þetta var. r Ameðan þessu fór fram var barn- anna saknað í þorpinu. Það var komið kvöld, mikil snjókoma og börnin voru ekki komin heim úr skól- anum. Samyrkjubændurnir lögðu ak- tygi á hest i skyndi og móðir 'Tanyu ók með miklum hraða til skólahússins. Hún bjóst við að börnin hefðu tafist i skólanum. Þótt myrkur væri, gat hún greint hinn snævi þakta veg. Er hún ók i gegnum skóginn, small i hestshófunum, þegar þeir skullu við frostna grundina. Hún var fljót til skólahússins, en skólinn var lokaður. Húsvörðurinn sagði henni, að börnin hefðu haldið heim í rökkrinu. „Þau hafa villst af veginum og eru að ráfa um einhversstaðar í skógin- um“, sagði móðir Tanyu við sjálfa sig. „Þeim verður kalt vesalingunum litlu“. Hún sneri nú við heim á leið og lét hestinn brokka. Það varð að vekja þorpsbúa og senda út leitarflokk. Tanya hlustaði af titrandi ótta. Klumpití-klumpið í Baba Jógu galdranorninnni með spanskreyr- inn hafði ekki fyrr nálgast en það tók að fjarlægjast, og að lokum varð allt hljótt. Tanya var nú ekki eins áhyggju- full og áður. Allt i einu kom kalt og rakt hundstrýni við hönd hennar. „Lubbi, Lubbi draumurinn minn“, hvíslaði Tanya. Elsku litli hvolpurinn minn og á sömu stundu varð hún hug- rökk aftur. „Komið þið strákar við skulum halda áfram“. skipaði Tanya fjörlega. „Lubbi vísar okkur veginn heim“. Og þetta reyndist rétt. Þau gengu aðeins skamma stund gegnum skóg- inn, sem nú var ekki jafn þéttur og áður hafði verið, og komu síðan að akri. Þar var miklu bjartara en í skóg- inum, enda var hætt að snjóa. Svörtu blettirnir á baki Lubba sáust greini- lega, þar sem þá bar við hvítan akur- inn. Börnin hlupu nú beint yfir akurinn og komu að húsi Tanyu. Villiendurnar heyrðu til hennar úr kofa sínum og tóku rösklega undir. „Kvikking, kvakk, kvakk“, sögðu þær. Og frá beygjunni á veginum heyrðist hátt „klumpití- klump, klumití-klump alveg eins og Baba Jóga galdranorin með spansk- reyrinn þrammaði eftir veginum og lemdi frostna grundina með staf sín- um. í sama mund heyrðu þau til móð- ur Tanyu. „Ert það þú Tanya,“ kallaði hún. „Já, mamma og strákarnir líka. Lubbi fann okkur.“ Er börnin í þorpinu heyrðu þessa sögu, urðu þau mjög hænd að Lubba. Litli lágfætti spánski hvolpurinn, með lafandi eyru, sem náðu næstum niður á jörð og rófu, sem var aðeins ofurlítill stúfur, varð nú allra auga- steinn. Allur var hann hvitur fyrir utan nokkra svarta bletti á baki og einn svartan blett, sem var eins og bót kringum annað augað. 4 57

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.