Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Síða 19

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Síða 19
Hagskýrslur samvinnufjelaga. Frá því fyrsta að tilrætt varð um það, hjer á landi, að stofna til bandalags og samvinnu meðal kaupfjelaga og samvinnufjelaga hefir það vakað fyrir öllum þeim, er að þesskonar samtökum vildu vinna, og gerðu sjer vonir um gagnlegan árangur af þeim, að eitt hið fyrsta og helzta skilyrði fyrir þvf, að á slíku væri nokkuð verulegt að byggja hlyti að vera það, að hver fjelagsdeild, hver hlut- takandi, gæfi árlega skýrslu um hag sinn, starfsemi og skipulag; gæfi sjálfslýsing og kæmi til dyranna eins og hann er klæddur í heimahúsum, en ekki eins og sá maður, sem er albúinn þess að fara á grímuleik, þar sem hver leitast við að dyljast fyrir öðrum. Petta var talið svo sjálfsagt og eðlilegt, að engum kom þá vanræksla á slíku til hugar. Pegar svo bandalagið var komið á og tilrætt varð um nauðsyn á stofnun tímarits fyrir það, þá var það aptur og enn hagskýrslur fjelaganna sem mest ýttu undir fram- gang þess fyrirtækis. í tímaritinu var talinn sjálfsagður og markaður bás fyrir allskonar skýrslur og upplýsingar um samvinnufjelög þessa lands, fyrst og fremst. Á aðalfundum sambandskaupfjelagsins og í tímariti þess hefir, hvað eptir annað, verið rætt um þetta efni og sýnt rækilega fram á það, hvílík nauðsyn er á því, að víkjast hjer vel við málaleitun. Tímaritið hefir eigi lagt meiri áherzlu á neitt atriði í þess verkahring. Pað hefir stundum ætlað að gera það, með svo gildum rökum 7*

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.