Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Side 13
81
sjer í Iagi og innkaupsverð hennar þá tilgreint*. Að
öðrum kosti mun mega líta svo á, að hjer sje um vöru-
skiptaverzlun að ræða í framkvæmdinni, þó það, í orði
kveðnu, heiti peningaviðskipti.
Annars er því svo varið um flesta menn, að þeir eru
misjafnlega hæfir til ýmislegra verzlunarstarfa. Fáir eru
jafnvígir á allt, svo í verzlunarmálum sem öðru. Menn
geta verið vel hagsýnir í því að kaupa inn vörur og velja
þær eftir' þörfum og óskum pantendanna, en aptur ólagn-
ir á hitt, að selja út óskildar vörutegundir og ná þar í
hagkvæmustu tækifærin. þetta er mjög svo eðlilegt, eigi
sízt þegar þess er gætt, að nú stefnir allt að því, í öðr-
um löndum, bæði í iðnaði, verzlun og hverju sem er,
að sundurliða öll störf, sem mest má verða, bæði and-
leg og líkamleg, og gera menn að sjerfræðingum í hverju
einu. Af þessum ástæðum, og enn þá fleirum, er það
því, eptir minni skoðun hagkvæmast og affarasælast að
greina í sundur, svo sem auðið er, sölu á íslenzkum af-
urðum og innkaup á útlendum varningi.
Sunnanlands hafa orðið miklar breytingar í þessu efni,
hin síðari ár. Smjörið og kjötið er nú selt fyrir peninga,
bæði utanlands og eins í Reykjavík. Mikill hluti saltfisks-
ins er einnig seldur fyrir peninga út í hönd. Fyrir þessa
peninga kaupa menn svo aptur útlendu vörurnar. Vöru-
skiptaverzlunin er því mikið til horfin, á þessu svæði
landsins, og er það mest að þakka smjörbúunum og
Sláturfjelagi Suðurlands, — samvinnufjelagsskapnum. Að
eins ullin er eptir. Flestir láta hana til kaupmanna eða
kaupfjelaganna, gegn útlendum vörum. Sumir selja hana
* Á þennan- hátt er þessu varið í kaupfjelagi Þingeyinga, að því
leyti til er sami maður annast sölu og innkaup, sem ekki er nema
að sumu leyti. Aðalvörur fjelagsins: ull, lifandi sauðfje og slátur-
fjárafurðir seldar þeim mönnum, er borga með peningum. Útlend-
ar vörur keyptar á öðrum tímum hjá allt öðrum mönnum. Dansk-
ar vörur, t. d. nú um tíma, borgaðar þegar í stað með peningum —
mestmegnis víxillánum —.