Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Side 38
106
skiptalíf þarf tiltrú, og verzlun landsins er í voða, ef
hún er eyðilögð. Bændur mega eigi hlaupa úr ein-
um stað í annan til verzlunar, og skilja eptir skuldir
í hverju spori.
12. Hrein og ráðvönd viðskipti í hvívetna, skyldurækni
og drengskapur verður að ritast á verzlunarfána
vorn framvegis, og allir að bera alvarlega lotningu
fyrir þeim orðum og framfylgja þeim með trú-
mennsku . . .
Að svo mæltu legg jeg frá mjer pennann, óskandi
samvinnufjelagsskap vorum góðs gengis, og að það
verði hann, en ekki miljónafjelögin, sem mestu verður
ráðandi framvegis um viðskiptahagi þjóðar vorrar.
II. Sláturhúsið í Borgarnesi.
í lögum »Sláturfjelags Suðurlands« var, þegar í byrjun,
gert ráð fyrir því, að setja á stofn sláturhús í Borgar-
nesi, sem yrði þá útbú frá aðalsláturhúsinu undir sömu
yfirstjórn. Hluttaka Mýramanna í sláturfjelaginu varð
lítil, fyrsta árið. Mönnum þótti fyrirhafnarsamt og það
valda rýrnun á fjenu, að reka það til Reykjavíkur, en
voru hins vegar vanir fremur hægum kaupstaðaraðdrátt-
um. Samt vaknaði fljótlega talsverður áhugi fyrir slátur-
húsbyggingu í Borgarnesi og mun kaupfjelag hjeraðsins
hafa átt mikinn þátt í því. Björn Bjarnarson frá Grafar-
holti ferðaðist um sýsluna; hjelt hann fund í hverjum
hreppi til að ræða um bygging sláturhússins. Við það
óx áhugi manna og flestir bændur skrifuðu sig fyrir
hluttöku í siáturhúsbygging í Borgarnesi.
Þessu næst var haldinn almennur fundur fyrir sýsluna
í Borgarnesi til að ræða málið. Meðal annara mætti þar
formaður sláturfjelagsins: Ágúst Helgason frá Birtinga-
holti. Hafði hann leitað fyrir sjer um peningalán í Reykja-