Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Qupperneq 5
73
endur sinnar eigin verzlunar, og'þurfa ekki og eiga ekki,
úr því, að skipta við aðra en fjelögin.
Fyrir því ættu sem flestir að gerast kaupfjelagsmenn
og kappkosta um leið að efla framgang fjelaganna og
hag þeirra, á alla lund.
*
III.
Hugtakið »samkeppni« er opt misskilið og því rang-
hverft. Þetta kemur einna berlegast í ljós, þegar menn
skipta verzlun sinni eða viðskiptum milli ýmsra kaup-
manna og kaupfjelaganna til þess að viðhalda samkeppn-
inni. Samkeppnin er í þeirra augum nauðsynleg til þess
að geta fengið sem bezt kaup á útlendum vörum. Peir
skipta því við kaupfjelagið með einhvern hluta af vöru-
magni sínu, en kaupa svo vörur sínar hjá kaupmönnum,
að öðru leyti. Með þessu er samkeppninni borgið, í
þeirra augum, og hana telja þeir sjálfsagða, hvort held-
ur það er þeirra eigið kaupfjelag eða óviðkomandi kaup-
menn, sem hjer eiga hlut að máli. Hugsunarvillan er
svo rótgróin, að því er þetta atriði snertir, hjá sumum
mönnum, að afartorvelt er að sannfæra þá um það, að
með þessari aðferð eru þeir að baka sjálfum sjer skaða.
Sannleikurinn er sá, að þessi aðferð: að standa með
annan fótinn í söludeild kaupfjelagsins en með hinn í
krambúð kaupmannsins er vissasti vegurinn til að lama
fjelögin og gera þau þróttlaus í baráttunni við kaup-
menn og kaupmannavaldið. Með þessu eru menn að
búa til óþarfa og skaðlega samkeppni við sitt eigið fje-
lag og sjálfa sig; fylgja þeirri stefnu þessa stundina sem
menn telja ranga hina, aðhyllast stefnuleysið, fara því
villir vegarins og komast aldrei að neinu hugsanrjettu
takmarki.
Við samkeppni í þessu sambandi skilja menn vanalega
það: að geta boðið útlendu vöruna niður, sem þeir