Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Side 12

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Side 12
80 hvort heldur er fyrir vörur, eða peninga og ávísanir. Ef lánið er eigi borgað upp á hinum ákveðnu tímum, tvis- var á ári, ættu vextirnir að hækka til muna. Að öðru leyti ættu kaupfjelögin að selja sem mest fyr- ir borgun út í hönd. Lánsverzlunin veikir fjelögin og brýtur algjörlega bág við tilgang þeirra og nútíðaraugna- mið. Hún er vísasti vegurinn til falls og eyðileggingar þessum fjelagsskap. Dæmin eru deginum ljósari, í því efni. Kaupfjelögin eiga enga framtíð fyrir höndum, nje held- ur geta sýnt sanna raun, frekar hjer á landi en annar- staðar, ef þau halda lánsverzluninni áfram. Hvert það fjelag, sem lánar takmarkalaust, eða takmarkalítið, er dauða- dæmt, fyr eða síðar. Pessvegna er það fyrsta og sjálfsagðasta hiutverk hvers kaupfjelags, að beitast fyrir því, af alefli: að útrýma láns- verzluninni eða takmarka hana sem mest. Vöruskiptaverzlunin á mjög mikinn þátt í lánsverzlun- inni og viðheldur henni. Vöruskiptin og iánin hafa hald- izt í hendur hjer á landi um langa tíma. Nú er vöru- skiptaverzlunin að mestu leyti horfin úr heiminum nema meðal íslendinga og hjá Grænlendingum. Á Skotlandi átti hún sjer lengi stað, en svo hafa fróðir menn sagt mjer, að þar hafi hún fyrir nokkurum tíma síðan verið bönnuð með lögum. Hjer á landi hefir verið nokkur ágreiningur um joað, manna á meðal, hvað sje í raun og veru vöruskipta- verzlun. Þannig telja sumir það ekki vöruskiptaverzlun, þó sami umboðsmaður i útlöndum hafi með höndum sölu á innlendri vöru og innkaup á hinni útlendu. Pað á vitanlega ekki saman nema nafnið, hvern veg þessu er fyrir komið í hinum ýmsu fjelögum. það getur verið peningaverzlun, þó sami maðurinn annist þetta hvoru- tveggja, ef hann sýnir skilríki fyrir því, að innlenda var- an hafi verið seld sjerstaklega, og útlenda varan keypt

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.