Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Blaðsíða 29
97
Á þessari skýrslu eru talin 31 smjörbú. En auk þess
störfuðu lengri eða skemri tíma 4 í viðbót; en sum
þeirra seldu allt sitt smjör í Reykjavik, t. d. smjörbú
Kjósarmanna. Að eins eitt bú starfaði ekki á árinu, því
að alls hafa verið stofnuð 36 smjörbú.
Eptir upplýsingum frá smjörbúunum, er þau árlega
láta mjer í tje, munu þau hafa framleitt síðast liðið ár
nálægt 255,000 pd. alls. Þar af hefir verið flutt út nálægt
245,000 pd. eða nokkuru meira en skýrsla stjórnarráðs-
ins ber með sjer.
Eptirfarandi skýrsla sýnir, hvað mikið hefir verið flutt
út af rjómabúasmjöri úr hverri sýslu árið 1908.
Árnessýsiu (12 bú)..................................118,500 pd.
Rangárvallasýslu (6 bú)............................. 72,000 —
Borgarfjarðarsýslu (3 bú)........................... 17,700 —
Skaptafellssýslu (1 bú) . . .'.................. 11,760 —
Þingeyjarsýslu (3 bú)................................ 9,800 —
Skagafjarðarsýslu (2 bú)............................. 6,800 —
Eyjafjarðarsýslu (2 bú).............................. 3,030 —
Mýrasýslu (1 bú)..................................... 2,300 —
Snæfellsnessýslu (1 bú).............................. 1,830 —
Húnavatnssýslu (1 bú)................................ 1,280 —
Samtals . . . 245,000 pd.
í ár eru líkindi til, að flest búin, er stofnuð hafa verið,
starfi. — Ymsir bændur, er hættir voru að færa frá án-
um, ráðgera að byrja á því aptur, enda líklegt að það,
eins og nú stendur, borgi sig betur, víðast hvar, heldur
en að láta ganga með dilkum. — Útlit með smjörverð
erlendis fremur gott, eptir því sem sjeð verður. Ættu
menn því að hlynna að smjörbúunum svo sem auðið er;
það borgar sig hjá flestum.
S. S.