Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Side 46
114
kaupendum til, vörurnar fengu að liggja óseldar, og
peningarnir komu eigi í skúffuna. Eigi svo sjaldan hefir
það enda komið fyrir, að forstjórar fjelagsins hafa, í
þessu efni gengið í fararbroddi; en þess konar starfs-
inenn ættu sem fyrst að víkja úr sætum sínum.
Það er því eigi vert að eggja nokkurn mann til þess
að ganga inn i samvinnufjelag, og enn þá síður er það
hyggilegt að byggja nokkuð á fjelagslegri starfsemi hans,
fyr en vissa er fengin um það, að honum sje það nægi-
lega ljóst, hvaða skyldur hann um leið leggur sjer á
herðar. Pað er því tryggara og um Ieið áhættuminna að
hafa fjelagsbyrjunina sem einfaldasta og útbrotaminnsta,
með nokkrum fáum og skylduræknum fjelagsmönnum,
heldur en að leggja á stað með mikið veltufje, mjög
inarga yfirskynsfjelaga, fjölda af starfsinönnum, miklar
og margbreyttar vörubyrgðir, og þar fram eptir götunum.
það er opt örðugt að minnka seglin og bæta upp
skaða þann sem óþarflega dýrt fyrirkomulag hefir bakað
fjelagsskapnum, og sem hefir vakið hugleysi og van-
traust hjá fjelagsmönnum. Aptur á móti reynist það
jafnan auðvelt, að færa út kvíarnar og gera þær endur-
bætur á fjelagsframkvæmdum sem nauðsyn krefur, sök-
um aukinna viðskipta og vaxandi samvinnu fjelagsmanna.
3. Samanburður. (Kooperat. ’08. Nr. 3.)
í kaupfjelagsblaði einu á Svisslandi er, í stuttu máli,
leitast við að svara spurningunni: Hvers vegna eiga
neytendurnir að framkvæma vörukaup sín hjá kaupfje-
lögum, en ekki kaupmönnum?
Pað, sem blaðið segir um starfsemi kaupfjelaganna, er
prentað hjer í níu töluliðum, og hitt í jafnmörgum á
eptir, er kaupmennskunni lýsir.
1. Kaupfjelögin geta, sökum viðskiptafestu fjelagsmanna,
haít meiri viðskiptaveltu en kaupmennirnir yfirleitt.