Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Side 45
113
efnahaginn eða bæta úr einhverri tilfinnanlegri vöntun í
heimilinu, sem ella væri eigi unnt að gera.
Sannir samvinnufjelagsmenn þurfa því að veita hvor
öðrum aðstoð í því að sjá og skiija, hversu gagnlegt og
nauðsynlegt það er, að fjelag þeirra hafi viðunanlegt
veltufje til óhindraðra umráða, er fengið sje með sam-
lögum fjelagsmanna sjálfra.
2. Samvinnan. (Kooperatören ’08. Nr. 2.)
Þeir, sem stofna ný kaupfjelög, gæta þess opt eigi
nægilega, að það, sem hvað mest veltur á, er það, að
geta gert fjelagsmönnum það ljóst, hversu afarnauðsyn-
•egt það er, að þeir hafi verzlunarviðskipti sín í fjelagi
því, er þeir teljast til, svo undantekningarlaust sem fram-
ast má verða. Það er að vísu gott að menn greiði inn-
gangseyri, leggi fje í stofnsjóð og gerist hlutabrjefaeig-
endur; en hver sá, sem lætur, að mestu leyti, þar við
sitja, hefir í raun rjettri blekkt samfjelaga sína, því það
var eigi í þessum tilgangi, nema að nokkru leyti, að
þeir vildu fá hann í fjelagsmannatöluna. Hámarkið í
þessu efni væri í sjálfu sjer það, að fjelagsmenn skuld-
bindu sjálfa sig til að kaupa allar vörur í kaupfjelagi
sínu, sem þeir þurfa á að halda, að því Ieyti sem þær
eru þar fáanlegar. En það yrði eflaust örðugt að geta
fengið þess konar samþykkt framgengt, og eflaust enn
þá örðugra að sjá svo til að henni yrði fylgt til hlýtar.
Þessvegna er það því ómissanlegra: að fjelagsmönnum
sje, þegar i byrjun, fyllilega Ijós hin siðferOisleg'a á-
byrgð, sem þeir bera í þessu efni.
Það hefir ósjaldan komið fyrir, að menn hafa hópað
sig saman, stofnað kaupfjelag, borgað inngangseyri,
gerzt hluthafar og útvegað vöruforða, svo allt var með
bezta útliti og góðar líkur fyrir mikilli viðskiptaveltu, en
þegar á skyldi herða, — þegar samvinnan átti einmitt að
byrja fyrir alöru, — þá var sölubúðin nær því auð að