Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Qupperneq 8
76
af erlendum mönnum með útlendu fje. Tilgangurinn
með þessum fjelagsskap er sá, að ná föstum tökum og
yfirráðum á verzlun landsmanna, eða einstökum grein-
um hennar, að minnsta kosti.* Þetta er mjög athugavert
tímans tákn, og boðar illt eitt. Að vísu hefir fjelagsskap
þessum, hingað til, eigi farið vel að stofni, en talsverð-
ar horfur eru þó fyrir því, að hann magnist og vinni
hjer land, meira eða minna, ef menn gjalda eigi fullan
varhuga við. Allmikil áherzla hefir verið lögð á það að
ná tangarhaldi á verzluninni, og eitt fjelagið hefir þegar
keypt upp margar verzlanir víðs vegar hjer á landi. Ein
þýðingarmikil vörutegund, sem hingað flyzt, er þegar
í hershöndum. Jeg á hjer við steinolíuna. Er nú eigi
útlit fyrir annað en að járngreipar auðvaldsins ætli að
hremma hana, eða ná til sín allri sölu á henni, hjer á
landi.
F*etta er mjög hættulegt og afleiðingarnar eru þegar
teknar að koma í ljós. Hjer er þvi um mikilsvert verk-
efni að ræða fyrir kaupfjelögin. Því eina ráðið til þess
að stemma stigu auðvaldsins er öflugur og eindreginn
fjelagsskapur og samtök almennings. Pess vegna er það>
þegar af þessari ástæðu nauðsyn og skylda, að hlynna
sem mest að kaupfjelagsskapnum og efla hann á allar
fundir. Jafnvel löggjöfin ætti að skerast hjer í leikinn og
búa til lög, sem tryggðu kaupfjelögin á ýmsan hátt.
* *
*
IV.
Meginatriðin í tilgangi kaupfjelaganna eru eða eiga
að vera þessi:
1. Að kaupa inn vörur fyrir borgun út í hönd.
2. Að afnema alla skuldaverzlun.
* Sbr. I. hepti þ. á. Bls. 55.
S. /.