Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Síða 30

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Síða 30
Samtíningur. I. Kaflar úr sendibrjefi. (Frá gömlum verzlunarmanni.) Framtíðarspurningarnar eru margar, sem snerta kaup- fjelög vor og stefnu þeirra. Frá mínu sjónarmiði er það óumflýjanleg nauðsyn að haga fyrirkomulagi þeinra að ýmsu leyti talsvert á annan hátt en viðgengizt hefir hjá sumum þeim fjelögum, er risið hafa á fót og barizt með meiri og minni árangri gegn auðvaldi útlendra verzlana og annara sem hafa viljað hindra vöxt og viðgang kaup- fjelaga og bændafjelaga víðsvegar um land. Aðalatriðin á stefnuskrá kaupfjelaga og verzlunarfje- laga munu vera: a. Að koma í veg fyrir skuldaverzlun, svo sem framast er unnt. b. Að draga verzlunararðinn inn í landið. c. Að efla vöruvöndun og koma innlendum vörum í sem hæst verð. d. Að ná sem beztum kaupum á útlendum vörum. Tilgangs atriði þessi eru góð, því neita jeg ekki, ef þau væri vel haldin og eptir þeim breytt. En í þeim efnum er mjög svo ábótavant, og þess vegna verða verzlunarumbæturnar minni, eins og reynslan sýnir víða hvar. Hin fyrsta og nauðsynlegasta umbótastefna, sem bænda- fjelögin ættu nú að taka, er: samvinna milli fjelag-

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.