Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Page 79

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Page 79
147 vant meðal vor, og meira að segja: menn telja enga fjelagslega þörf á því að bæta þar úr skák. Sama má segja um útbreiðslutilraunir, þær mega menn ekki heyra nefndar. Hjer skiptir enn mjög svo í tvö horn, meðal vor og annara þjóða. Þetta er ofur skiljanlegt þegar þess er gætt, að sam- vinnufjelagsskapurinn er eigi búinn að festa neinar veru- legar rætur hjer á landi, meðal almennings, enn sem komið er. Menn hafa t. d. gengið í kaupfjelag að eins til þess, að fá betri verzlunarviðskipti eitt ár eða fleiri, uieðan verzlunin væri alment að lagast, en ekki haft trú á hinu, að hjer væri verið að mynda fasta framtíðar- stefnu, sem í væru fólgnar almennar fjelagslegar endur- bœtur. Pað er þessi syndin, sem er þyngst á metunum í samvinnufjelagsskap vorum, og í raun rjettri móðir allra hinna, sem óprýða kaupfjelagsskap vorn. * * * Þannig göngum vjer í ýmsum greinum á bug við þær meginreglur, sem ríkja í erlendum kaupfjelögum, og það enda þær, sem staðið hafa óvefengdar alstaðar í full 60 ár. Því að eins getum vjer vænst góðrar framtíðar fyrir ís- lenzkan samvinnufjelagsskap, að vjer finnum, hvar skór- inn kreppir að, og látum eigi fávíslegt þjóðardramb hrinda honum af stóli. Allir alvarlegir fjelagsmenn þurfa að at- huga gallana á fjelagsskipulaginu og framkvæmdunum, og leitast við að fá úr þeim bætt. Það hefir altaf verið talið of seint að »iðrast eptir dauðann«. S.J.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.