Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Síða 67

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Síða 67
135 meðlima. Fjelög þessi hafa mikil vörusöfn og verk- smiðjur. A seinni árum hafa verkamenn stofnað kaup- fjelög á Ítalíu, Spáni, Ungverjalandi og víðar. í flestum löndum, sem hjer hafa nefnd verið, hafa sambandskaup- fjelög verið stofnuð. Viðskiptaveltan í nokkrum þessum sambandskaupfje- lögum var árið 1907: Á Þýzkalandi 60,000,000 mörk. í Sviss 11,000,000 — Á Ungverjalandi 10,000,000 — Auðvitað er viðskiptaveltan í öllum kaupfjelögunum, samanlögð, langtum meiri en hjer er sýnt; því talsvert vantar á að öll kaupfjelögin hafi gengið inn í sambands- kaupfjeiögin, og að sjálfsögðu nær einnig íhaldsstefnan til kaupfjelaganna, þegar svo ber undir að leiðandi fje- lagsmenn hafa valið sjer stöðu við það heygarðshornið. Nú sem stendur (í árslok 1908) ‘eru í Norðurálfunni um 10,000 kaupfjelög, með 7 (sjö) miljónum fjelags- manna. Árlega er vöruviðskiptaveltan (einhliða talið) í þessum fjelögum um 2,285 miljónir króna, eptir reikn- ingaverði. * * * Árið 1866 festi kaupfjelagshreyfingin fyrst fastar rætur í Danmörku. Að vísu hafði áður verið gerð tilraun með kaupfjelagsstofnun í Höfn, en hún fór fljótlega út um þúfur. Það var presturinn H. Sonne, sem kom hinu fyrsta verulega kaupfjelagi á legg meðal sóknarmanna sinna í kauptúninu Thisted á Norður-Jótlandi. Hann átti við margt að stríða í tilraunum sínum við útbreiðslu kaupfjelags- skaparins. Nú hafa dönsku kaupfjelögin reist honum minnisvarða í Viby. Árið 1868 gat æskuvinur Sonnes: F. Ulrik stofnað fyrsta kaupfjelagið í Höfn, en svo liðu þrjátiu ár að samvinnuhreifingin breiddist lítið út í höfuð- 10*

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.