Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Side 66

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Side 66
i 34 algerlega frjálsri og haptalausri verzlunaraðferð. Hinir ensku samvinnumenn ofmeta eigi fjelagslíf sitt. Peim hefir skilizt það, að eigi málstaður þeirra að vinna fullan sigur, þá er það eigi nóg að hafa ráð á stofnfjenu og framleiðslutekjunum. Nei, til þess að geta leyst hnútinn til fulls, þarf einnig að vera aðgangur að hinum óunnu efnisvörum, að jörðinni sjálfri, sem geymir meginupp- sprettur allrar framleiðslu. Spurningin um jarðarafnotin stóð einnig sem Iokasteinn í gömlu stefnuskránni í Rochdale. Henni var um hríð lítill gaumur gefinn, en nú er hún aptur að verða ofarlega á baugi. Með fáum dráttum hefir hjer verið reynt að sýna fram á hvernig hinn enski samvinnufjelagsskapur er lag- aður, nú á síðustu tímum. Pegar hann er athugaður af glöggum skilningi og hlutdrægnislaust, getur varla hjá því farið, að sú sannfæring festi rætur, að þar sje fund- inn vegur og ráð, sem betur en nokkuð annað, er hing- að til hefir reynt verið, geti heppilega leyst úr hinni stóru verkmannaspurningu, þessari allsherjar mannfjelags- spurningu: Hvernig á að útrýma hinni óverðskulduðu fátækt, manna á meðal? * ' * * Nálægt 1870 breiddist samvinnufjelagshreifingin frá Englandi, til meginlands álfu vorrar og allar götur til Norðurlanda. Alstaðar voru það íbúar borganna, sem fyrstir heimfærðu hana til sín, nema í Danmörku; þar hafa sveitabændur verið hennar áhugamestu fylgismenn. Hreifingin kom mjög snemma til Belgíu, en þar hafa ýmiskonar stjórnmálaflokkadrættir haft áhrif á kaupfje- lagsskapinn, honum til mikils hnekkis. En á Frakklandi, Hollandi, Pýzkalandi en þó einkum á Svisslandi er kaup- fjelagsskapurinn stöðugt að aukast, ár frá ári. í hinum þýzku borgum, svo sem Leipzig, Hamborg, Magdeborg og Breslau eru kaupfjelög sem hafa frá 5 — 80 þúsundir

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.