Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Blaðsíða 4
110
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
Þetta töframagn samvinnufélaganna er samá-
byrgðin. Hún er sterkasta aflið, sem alþýða manna
á yfir að ráða. Styrkur hennar er svo mikill, vegna
þess að orkan er sótt í dýpstu rætur kristilegs þjóð-
skipulags. Hún gerir fyrirfram þá kröfu, að menn standi
saman í þjóðfélagi; ekki að nafni til, heldur raungæfu
og verulegu, þar sem félagsbandið er unnið úr bróður-
þeli, og þar sem menn standa geiglausir hver við ann-
ars hlið, ráðnir í því að bregðast ekki á hættulegum
stundum.
Þroska manna og hæfileika, til þess að búa sarnan
í þjóðfélagi, er yfirleitt mjög ábótavant. Þjóðlönd þessa
hnattar standa ekki eingöngu hvert öðru öndverð,
heldur er hvert þjóðland sjálfu sér sundurþykt, þar
sem togast er á um tögl og hagldir. Það skipulag, sem
gerir strangar kröfur, kemur því flatt upp á allan
þorra manna. Menn eru enn ekki yfirleitt vaknaðir til
skilnings á því, að máttur samtakanna er hið sigrandi
afl heimsins, einmitt vegna þess að samstarf-
ið gerir harðar kröfur. Samstarfið vegur á tvær
hendur. Það er ekki eingöngu áhrifamikið og sigursælt
út á við, heldur brýtur það á bak aftur eigingirni ein-
staklingsins, vegna þess að réttindin heimta skyldur. Og
hagsæld vaxin upp úr samstarfi og áhættu náunganna,
krefst trúfesti og fórnfýsi hvers einstaks manns.
En vegna þessara misbresta á þroska manna og
félagslegu trausti, vaknar mönnum geigur, þegar syrtir
að. Þegar bliku dregur upp úr djúpinu á byltingasamri
öld, fara sumir menn að skjálfa af hræðslu út af því,
að vera bundnir félagslegum skylduböndum við aðra
menn. Þá er tiltölulega auðvelt að telja mönnum trú
um, að samábyrgðin sé hættulegur gripur. Þessir hræddu
menn hafa í tímum velgengninnar verið spaklátir og
tekið feginsamlega við hverjum eyri, sem samstarfið
hefir veitt þeim. En á erfiðum tímum vex hættan þeim