Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Blaðsíða 33
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
139
Með orðunum: „hagsmunalegs eðlis fyrir félögin“
býst eg við að höf. eigi við það sama sem eg hefi nefnt:
vöxt og gengi félaganna, og er þá ekkert við þau að
athuga. Hitt kannast eg ekki við, að hafa talið gang-
verðsskipulagið hafa hagsmunalega þýðingu fyrir félags-
menn sem einstaklinga, enda hefir hún það ekki svo
nokkru nemi, og að því leyti sem það er, þá er það á
öfuga hlið. Má reyna að skýra það með dæmi. Setjum
að hlutur í kaupfélagi kosti, með kostnaðarverðsálagn-
ingu, 1 krónu, með sennilegri gangverðsálagningu kr.
1,10 og með álagningu „út í öfgar“ kr. 1,20. í fyrsta
dæminu greiðir félagsmaðurinn fyrir hann 1 kr. á því
ári, sem hluturinn er tekinn. í öðru dæminu greiðir
hann kr. 1,10 á því sama ári, en fær kr. 0,10 endur-
greidda á næsta ári. I þriðja dæminu greiðir hann kr.
1,20 en fær endurgreitt næsta ár kr. 0,20, með öðrum
orðum, hann greiðir að lokum jafnt í öllum dæmunum.
Alyktanir höf. um einkahagsmuni félagsmanna af hærra
verðlaginu —- hér og annarsstaðar — eru því á engum
rökum bygðar.
Ummæli höf. um skerf af utanfélagsviðskiftum koma
því að eins til greina, að félögin hafi nokkur utanfé-
lagsviðskifti, en það er óháð verðlagsmátanum eins og
fyr er sýnt.
Til frekari lýsingar á afieiðingunum bætir höf. við
síðar: „af frekari beiting einkenna hennar (þ. e. gang-
verðsreglunnar) leiddi, að kaupm. gætu í skjóli félag-
anna rist óhæfilega breiða lengju af hrygg almennings11.
Um þetta erum við að því leyti sammála, að eg
viðurkenni að með gangverðsskipulaginu setji kaupfé-
lögin kaupmönnum ekki eins þröngan kost um verð-
lagið. En auðvitað setur samkepni félaganna kaup-
mönnum fijótt takmörk um verðlagið, og það enda þótt
þau sjálf færu með afhendingarverð sitt út í öfgar“,
því sannvirðið er það sarna, hvert sem afhendingar-