Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Page 3

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Page 3
Um skipulag sanivimruíelag’a. Eftir Jónas Þorberg'sson. I. Með stofnun samyinnufélaganna lærði þjóð þessa lands að beita kröftum sínum. Þá var afli liryrit til starfs, sem um allan aldur heflr blundað með þjóð- inni og ekki rumskast nema á einstökum örlagastund- um. Afl þetta er máttur samtakanna. Það er sameinað átak fjöldans. Tvístruð sveit, þar sem áður réri einn á hverri bátskel, ræðst nú saman á stórt og haffært skip, sem getur jafnvel boðið stórsjóum birginn og sótt á ystu mið. Þessi máttur samtakanna hefir með grundvallar- skipulagi samvinnufélaganna verið gæddur einskonar töframagni. Um leið og hver einstaklingur er reiðu- búinn að leggja fram alla orku sína, jafnvel leggja alt í sölurnar, til verndar og liagsbóta 100 mönnum, eign- ast hann tiltölulega hlutdeild í vörn og aðstoð 100 manna. Hjá þeim, sem skilja eðli og orku jafn algerðra samtaka, vaknar meðvitundin um einstaklingsgildið, jafnframt því, sem honum verður ljóst, að urn leið og hann beinir afli sínu í ákveðna átt, setur hann óhemju mikla orku fjölda manna í lireyflngu að ákveðnu marki, því sama marki, sem hann stefnir að. Hann finnur því að hann er ekki „einn og óstuddur‘£, heldur stendur hann í fylkingarbrjósti ósigrandi hersveita. 8

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.