Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Blaðsíða 21

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Blaðsíða 21
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 127 ósæmilegt að draga sér, eí'tir kenningu þeirra í garð kaupmanna. 3. Að það leysi á einfaldan og óhrekjanlegan hátt hnútinn um skattskyldu kaupfélaganna. 4. Að það leggi ráðin um alment verðlag í hendur félaganna, en taki þau af kaupmönnum, og skapi þar með almenna réttarbót fyrir öll viðskifti. Þrjú af þessum atriðum má skilja frá verðlags- skipulaginu sem þvi algerlega óviðkomandi. Nafnbundna fyrirframpöntun getur samþvðst hvorri verðlagningaraðferðinni sem er, enda játar höf. það, og skilur hana því frá sjálfur. Hún er sjálfstætt skipulags- atriði. Hitt mun rétt vera — sem höf. segir — að þetta skipulag hafi til þessa tíma verið meira tengt við kostnaðarverðsreglun a. Eg hefi enga tilhneigingu til að draga úr ástæðum þeim, sem færðar hafa verið nafnbundu fyrirfram pönt- uninni til gildis. Miklu fremur felst eg á þær, og tel betur farið, að vakin sé athygli á henni. Að hið lága verðlag dragi úr, eða útiloki, hagnað af viðskiftum utanfélagsmanna, kemur því að eins til greina, að félögin skifti við utanfélagsmenn. Það geta þau gert eða látið ógert algerlega án tillits til þess, hvorn verðlagningarmátann þau aðhyllast. Eg er líkrar skoðunar og höf., að réttmætast og eðlilegast sé, að félögin skifti að eins við sína eigin félagsmenn. Æskilegast teldi eg þó, að þau gætu einnig skift við félagsmenn annara samskonar félaga og verka- fólk sitt. Mætti koma svo fyrir viðskiftunum við verka- fólkið og félagsmenn annara félaga, að þeir fengju a. m. k. jafn háa uppbót á viðskiftum sínum og félags- menn fá sjálfir til óbundinna umráða, en tilsvarandi hluti við það sem félagsmenn leggja til félagsþarfa og sjóða, gengi á einhvern hátt til almennra félagsþarfa. Ættu félögin ekki fyrir þannig löguð viðskifti að verða 9*

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.