Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Page 6

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Page 6
112 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. þar niður með samsvarandi þunga. Ilvort lieldur mis- viturlegar ráðstafanir félagsstjórna og framkvæmdar- valds, slys eða aðrar orsakir leiddu til þess, að ábyrgð- in léti til sín taka, er það á hinn bóginn áríðandi, að liún komi réttlátlega niður. Hver, sem á kröfu á hend- ui' samvinnufélagi, á að eiga fullan rétt til að fá hana greidda til síðasta eyris, en hann má ekki hafa laga- legan rétt til þess að ganga að hverjum manni, sem honum sýnist, og rtja hann inn að skyrtunni. Krafan verður að greiðast, en á félagslegan hátt, jafnt og hún er til orðin vegna allra. Skipulag félaganna hefir skapað þá réttarvenju innan sinna vébanda, sem tryggir einstaklinginn fyrir gerræði. Ilitt getur ef til vill orkað tvímælis, hvort í skjóli landslaganna væri hægt að brjóta bág við þá réttarvenju. En sé svo, þarf að fyrirbyggja það með lögum, sem eru í samræmi við anda og skilavenju skipulagsins sjálf. Þó að það sé næsta áríðandi, að afli þessu sé rétt- látlega beitt út á við og að ábyrgðin komi réttlátlega niður, er liitt ekki síður nauðsynlegt, að vel sé búið um upptök ábyrgðarinnar og að hún verki samkvæint eðli sínu og kröfum i n n á v i ð, þroskandi og bætandi á livern félagsmann. Undirskrift b ó n d a n s á sam- eiginlegt ábyrgðarskjal er ekki einhlít, nema nafn hans standi þar sem tákn þeirrar siðlegu vitundar og ábyrgð- arkendar, sem samvinnan á að byggjast á. Skipulags- formið sjálft og framkvæmdastarfsemina þarf því að miða að tvennskonar áhrifum á hvern einstakling. I fyrsta lagi, að kalla til fullrar meðvitundar ábyrgðar- tilfinningu hans gagnvart eigin skuldbindingum. I öðru lagi, að veita honum ákveðna hlutdeild í framkvæmda- ráðum innan vissra takmarka og aðstöðu, til þess að sjá ábyrgð sinni borgið. En þessum tvöfalda tilgangi, ábyrgðarkend og ör-

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.