Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Blaðsíða 35
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
141
ferðin g e t i e k k i framlengst1) „án þess að stofna
hagsmunum félagsins, starfsemi þess eða framförum í
]iættu“ og brjóta þá undirstöðureglu sem liún þykist
bygð á. Og til þess að ekki geti að því rekið, þarf
óskeikula forráðamenn. Það tjáir ekki — eins og höf.
gerir — að setja henni takmörk með óskeikulleik for-
ráðamanna, því bæði er, að þeim getur yfirsést, eins
og öðrum mönnum, án þess um „vísvitandi“ eða „víta-
verða“ frammistöðu sé að ræða, og eins verður að lofa
henni að framlengjast, til þess að sjá megi afleiðingar
stækkunar hennar, eins og hinnar. Ilöfundur hefir sjálf-
ur lýst hvernig þá færi, þarf engu að bæta þar við.
Hún þolir ekki stækkunina, það eru hennar ókostir;
hún er á þeim takmörkum, sem ekkert má út af bera
til þess að stofna ekki. hagsmunum félaganna, starfsemi
þeirra og framförum í hættu.
Eg sé ekki fyrir, að eg muni rita meira um þetta
mál, enda þótt þessi grein sæti einhverjum andmælum.
Gangverðsskipulagið er svo langt komið að vinna álit
frarn yfir hitt, að þess verður naumast langt að Iríða,
að það fullsigri. Viðnám þeirra sem vilja lialda fast í
.,kostnaðarverðið“ er eigi að síður eðlilegt og auðskilið.
„Hverjum þykir sinn fugl faguru. Þeim mun finnast
það eins og „hold af sinu holdiu, munu vilja eigna sér
og sínurn þátt í því, og finst það skylda sín, að verja
það til hins ýtrasta. En vel mættu þeir gera það stór-
yrðalaust, því ætla mættu þeir að skoðunarmunurinn
sé ekki sprottinn af iUvilja til málsins1). Hinir gömlu
brautryðjendur í íslenskum ka upfélagsskap eiga mikla
þökk skilið eins fyrir því, þótt þeir liafi ekki fyrirfram
hitt á besta skipulagið um öll atriði félagsskaparins,
þó þeir hafi orðið ýmsum skipulagsatriðum á bak að sjá2)
*) Sbr. Ársrit Iv. Þ. 1920 bls. 69. 2) Sbr. Ársrit K. Þ. bls. 61.
10