Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Page 22

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Page 22
128 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. skattskyld, ef sanngjarnlega er á litið. Fengist því ekki framgengt, myndi réttast, að láta viðskiftin víkja fyrir skattfrelsinu. En hafi félögin viðskifti við alla, annaðhvort í einni óskiftri deild með félagsmönnum, eða í sérstakri „söludeild“, þá er þó ekki nema stigmunur á þeim við- skiftahagnaði, sem þau hafa af utanfélagsviðskiftunum, hvor verðlagsmátinn sem hafður er, m. ö. o. að eins stigmunur, ekki grundvallarmunur. — Ilöf. virðist ekk- ei't tiltakanlega fráliverfur því, að félögin skifti við utanfélagsmenn í sérstakri „söludeilda, þó verðlag muni vera þar líkt og hjá verslunum. Sé það gert þá er munurinn enginn orðinn. Vilji félögin liaga starfsreglum sínum þannig, að þau séu ótvírætt skattskyld, samkvæmt gildandi reglum, þá tel eg líka sjálfsagt, að þau reyni ekki að draga umráð skattsins úr höndum þjóðfélagsins til eigin ráð- stöfunar. Aftur á móti felst eg á þá skoðun höf., að afnema ætti allar opinberar álögur á verslunarveltu, eða takmarka a. m. k. Um skattskyldu félaganna getur verðlagningarmát- inn einn alls ekki skorið úr. Það eru önnur skipulags- atriði sem það gera. Það lítur út fyrir að ýmsum sé ekki ljóst á hverju er bygt skattfrelsi samvinnufélaga, veldur það ruglingi bæði í skoðunum og framkvæmd. Skattfrelsi samvinnufélaga er á því bygt, að þau séu það sem kalla mætti lokuð félög, þ. e. félög, sem skifta og starfa að eins við og fyrir sína eigin félags- menn, veiti hverjum sitt í verðlagi, bæði í aðkeyptum vörum og framleiðsluvörum, að frádregnum óhjákvæmi- legum kostnaði til félagsþarfa. Víki félögin ekki frá þessum reglum, eru þau ótví- rætt skattfrjáls hvernig sem verðlagningu er háttað og

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.