Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Page 26
132
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
sem vandi er að sjá fyrir, og þó auðvitað því að eins
vandi, að forráðamennirnir séu ekki alfullkomnir. En
jafnvel venjulegan kostnað getur verið erfitt að sjá ná-
kvæmlega fyrir, ef gera má ráð fyrir að forráðamönn-
um geti verið að einhverju áfátt í „þekkingu ogreynslu11.
Mér er það óráðin gáta livað þarf að óttast við að
taka kostnaðarverðsskipulagið bókstaflega; því síður skil
eg, hvernig hægt er að taka það „of bókstaflegau. Ef
það er svo ágætt, sem af er látið, þá sýnist sem það
ætti að njóta því betur kosta sinna, sem það er tekið
bókstaflegar. — Nei, tilgáta höf. um ótta minn við
kostnaðarverðsaðferðina er ekki rétt. Eg er alls ekki
hræddur við að taka aðferðina alveg bókstaflega, en
eg óttast að út af því geti borið að hægt sé að f r a m-
fylgja henni nógu bókstaflega. Það er of ureðlilegt.
Aðferðin setur verðið fyrirfram á þau takmörk, sem
ekkert má út af bera að lendi of lágt, til þess að ver
fari. En ef ofhátt verður, þá kemur fram heimildarlaus
verðafgangur, en liætta stafar engin af því; enda er
þá farið að nálgast gangverðið og er þá svo dregið
saman með aðferðunum, að ástæðulaust er að vera að
deila um það sem á rnilli ber. —
Það, að sjá í einu lagi og þar með glöggar hagn-
aðinn af félagsskapnum, er í penna höf. sarna sem að
telja verðuppbótina eða hæð hennar óyggjandi mæli-
kvarða á hagsmunagildi kaupfélagsviðskifta. Því næst
bent á að með verðlagningunni megi skapa svo háa
uppbót sem vera vill, og gefi það enga sönnun um
hina raunverulegu hagsbót, en færi kaupmönnum gegnd-
arlausan gróða á kostnað viðskiftamanna þeirra. Játað
er að lokum að verðuppbótin sé þó einhæft vitni um
uppbótina.
Gagnvart þessu má segja að verðuppbótin er jafn
óyggjandi vitni, hvort sem meira eða minna þarf fyrir
að hafa, að sjá hver hún er, hvort sem hægt er að