Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Page 12
118 Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
Sérstök nefnd þarf að inna þetta starf af höndum.
Menn rnega ekki láta sér hugkvæmast, að hér sé um
hégómamál að ræða. Meðan ekki er eftir því leitað,
geta leynst þeir smíðisgallar í þessari veglegu bj7gg-
ingu, sem geta, þegar á reynir, komið í ljós á þann
liátt, sem við mundum síst kjósa.
Eg vil nú til málamyndar gera grein fyrir þeim
liöfuðmismun á þessum tveimur skipulagsformum, sem
mér virðist skifta mestu máli. En það er skifting fé-
lagsins í deildir með samábyrgð innan deilda annars
vegar. Hinsvegar félagið ein deild með samábyrgð innan
alls félagsins.
Langerfiðasta viðfangsefnið í rekstri karipfélaga
er vafalaust skuldatryggingin. Þetta vandasama og
ábyrgðarmikla viðfangsefni er i Kaupfélagi Þingeyinga
fengið í hendur mönnum, sem hver í sínu bygðarlagi
hafa sérstaklega góða aðstöðu, til þess að láta það fara
sér vel úr hendi. Hann. getur á hverjum tíma haft glögt
yfirlit yfir efni og ástæður hvers rnanns innan sinnar
deildar. Hann stendur heldur ekki einn uppi með þenna
vanda. Samdeildarmenn hans hafa ákvörðunarréttinn,
til þess að setja skuldaskiftum einstakra manna liæfileg-
ar skorður. Hann hefir því á bak við sig samúð eða
andúð samdeildarmanna, þegar ráða þarf fram úr vafa-
sömum atriðum. Utkoman verður ekki sú, að skuldirnar
verði minni, en á bak við hverja skuld, standa jafnan ein-
hverjar skynsamlegar líkur fyrir því, að’ sá, sem skuldar,
geti með tíð og tíma orðið efnalega sjálfstæður. Þessar
líkur eru bygðar á nákvæmri þekkingu á högurn
mannsins og háttum, eðli hans og aðstöðu.
í Rochdalefélögum er þessi mikli vandi
1 a g ð u r á herðar einum manni — framkvæmdarstjór-
anum. Þunginn, sem á þessum manni hvílir, er að því
skapi meiri, sem félagið er stærra en deildin. Að öðru
leyti er aðstöðumunur hans ög deildarstjórans ákaflega