Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Page 20
126 Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
þá jöfnum höndum að þeim rökum, sem eg fœrði fram
fyrir yfirburðum þess og ýmsum öðrum rökum, sem
hann veit hafa verið fyrir því færð, senniiega ýmist
munnlega eða í riti. Finn eg mér ekki skylt, að taka
ábyrgð á öðrum ummælum um þetta mál en mínum
eigin.
Höf. kvartar um, að eg hafi ekki gert ágreinings-
skoðun við sig nema um eitt atriði, og með því sniðið
sér of þröngan umræðustakk. — Það er rétt, að í grein
minni kemur ekki fram verulegur skoðunarmunur við
höf. nema um verðlagningarmátann. Hvorttveggja er,
að hann getur staðið einn sér óflæktur við önnur skipu-
lagsatriði, og hinsvegar hugði eg glöggast, að meta
hann einan sér.
Eg þykist geta yfir ýmsu kvartað í málameðferð
höf., eigi síst því, að hann fléttar óskildum atriðum
saman við verðlagningarmátann, og sníður þannig víð-
ari stakk, en þörf er á, til að ræða þetta mál. Þarf
nokkuð fyrir að hafa, að skilja hin óskildu atriði frá.
Málefnisins vegna þykir mér rétt að taka upp glófa
höf. að þessu sinni, svo að jafn oft sé kvatt hljóðs fyrir
hvorn málsstað. Mun eg þá fylgjast með málsmeðferð
höf., og ræða hin einstöku atriði að mestu leyti í sömu
röð og hann hefir sett þau fram.
I.
Það er fernt, sem höf. telur kostnaðarverðsskipu-
laginu og „pöntunarfélögunum“ óaðskiljanlega til gildis
fram yfir gangverðsskipulagið:
1. Að nafnbundin fyrirframpöntun á aðalnauðsynj-
um geri viðskiftin ábyggilegri og tryggari, bæði út á
við og inn á við.
2. Að það dragi úr, eða jafnvel útiloki, hagnað af
viðskiftum utanfélagsmanna, sem kaupfélögunum sé