Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Page 17

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Page 17
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 123 ungar þurfa að standa saman í skipulegum fylkingum, þær fylkingar í félögum og félögin í sambandi. Þá, en ekki fyrri, er kerfismyndunin alger og samræm, og stendur á breiðum og traustum grunni. IV. Hér blasir þá verkefnið við. Það er að leita að því besta, hvar sem það verður fundið, samþýða mis- munandi form eftir þörfum og staðháttum og treysta grundvöllinn sem vandlegast. Þessi leit og viðleitni til umbóta verður jafnan að vera einn þáttur í samvinnu- starfseminni. Samvinnan má ekki fremur en aðrir starfs- hættir þjóðarinnar skorðast í stirðnuðu formi. Hún getur samþýðst breytilegustu skilyrðum og viðfangsefnum af því að hún er sjálf sprottin upp úr framsóknarviðleitni þjóðanna. Hún mun því jafnan standast hverja raun og ekki bregðast okkur, meðan við ekki bregðumst henni. Við megum aldrei gleyma því, að megintakmark samvinnunnar er ekki fjármunalegur hagnaður, heldur siðferðisleg þroskun. Þessvegna þarf að finna skipu- laginu það form, sem reynist mönnum hollur og áhrifa- ríkur skóli. Eins og við er að búast, eru enn innan samvinnufélaganna ýmsir menn, sem eru engir sam- vinnumenn. Þegar að syrtir telja ýmsir það mestu varða, að tryggja sig sem vendilegast hver fyrir öðrum. 'En að tryggja sig hver fyrir öðrum, þegar svo stendur á, er sama og það, að sundrast. Lítil von er að hjörðin haldist við í byl, ef hún heldur saman, en engin, ef hún tvístrast. Jafnvel eru til þeir menn, sem þykir það vera gómsætur matur, ef þeim berast í munn óhróð- urssögur um þeirra eigin félagsskap. Um það er ekki að sakast. Þá hefir skort aðstöðu og ef til vill siðferð- islega hvöt, til þess að þreifa sjálfir á því viðfangsefni, sem ýmsir úrvalsmenn íslensku bændastéttarinnar hafa

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.