Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Page 25

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Page 25
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 131 4. Það býður liagnaðinn af kaupfélagsskapnum innan félaganna gagnstætt kostnaðarverðsskipulaginu, sem laðar menn frekar til að leita hans utan félaganna, hjá keppinautunum. Það má í stuttu máli segja um anchnælin, að þau eru sumpart bygð á misskilningi höf. á sambandi verð- lagsskipulagsins við önnur sérstök skipulagsatriði, sum- part á því að einkenni gangverðsskipulagsins eru fram- lengd út í öfgar og öfguninni svo mótmælt og sumpart á sérstökum skilningi höf. á því sem sagt hefir verið. Pyrsta atriðinu er mótmælt svo sem sagt hefir verið, að „ókleyftu væri að sjá fyrir venjulegan kostnað. Minst á þau félög, sem orðið hafa undir í samkepninni og þeim gefið virðingarnafnið: „skattafélög“ og hlutað- eigendum þeirra brugðið um skort á sjálfsafneitun, ráð- deild, framsýni og festu; jafnframt gefur höf. í skyn, að sig skorti kunnleika á því, sem hann dæmir hér svo strangt og óhikað. Loks er mér brugðið um að eg taki kostnaðarverðsaðferðina altof bókstaflega. Það er síst hægt að segja að höf. taki gangverðs- skipulagið og ástæðurnar fyrir því of bókstaflega, og naumast, að hann g e t i hins betra til um ástæðurnar fyrir falli „skattafélaganna“, sem hann svo nefnir. Það væri þó „siðmætara“ og lýsti meiri góðgirni, að geta þess til að óheppilegt skipulag og ytri ósjálfráð atvik, t. d. almenn viðskiftakreppa, hefði valdið, eða átt þátt í falli þeirra. Hvað er eðlilegra en að það skipulag, sem hamlar þroska félaganna — kostnaðarverðsskipu- lagið — hafi átt sinn drjúga þátt í fallinu. Það hygg eg, að þau hafi flest eða öll starfað með því skipulagi. Vorkunn er þótt höf. skirrist við að geta þess til svo mjög sem hann heldur því fram. Um fyrirsjón kostnaðarins er það að segja, að það er miklu fremur óvenjulegur en venjulegur kostnaður,

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.