Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Page 34
140
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
verðið er. Og ef kaupmenn létu ginnast til að fylgja
félögunum út í öfgar, þá gæfi það félögunum enn meiri
yflrburði í samkepninni og efldi gengi þeirra.
Sannleikurinn um „stækkun“ gangverðsaðferðar-
innar verður þá í stuttu máli þessi: Hún skaðar hvorki
né ábatar félagsmenn svo nokkru nemi, gæti e. t. v.
frekar orðið til að efla framför félagsskaparins og gæfi
kaupmönnum rýmra svið til að framfyigja geðþótta
sínum um verðlag; sæist þá glöggar einkenni kaup-
menskunnar og væri það ekki að öllu leyti skaði. Það
verður því ekki annað sagt en að hún þoli mætavel
stækkunina.
Þá er að víkja að framlenging hinnar aðferðarinnar.
Um framlenging hennar farast höf. orð þannig:
„Þessi aðferð leitast við að hafa verðið svo
lágt sem hægt er, án þess að stofna hags-
m u n u m félagsins, s t a r f s e m i þ e s s e ð a fram-
f ö r u m í h æ 11 u1). Nú er auðsætt að þekking og
reynsla setja því fljótt takmörk hve langt þessi stefna
getur „framlengst“ í þeim tilgangi að lækka vöruverðið,
því engri skynbærri félagsstjórn eða forstjóra kemur
til hugar, vísvitandi að verðleggja vörurnar svo lágt,
að fjárhag félagsins, eða starfsemi stafl hætta af. Þ á
kæmi líka strax að því, að brotin yrði sú
undirstöðuregla, sem þessi verðlagsað-
f e r ð a n n a r s e r b y g ð á1), þ. e. að veita hverjum
sitt og hafa ekkert af neinum.
Þessi stefna getur þess. vegna ekki, eftir hlutarins
eðli, framlengst í ógöngur, nema fyrir vísvitandi eða
vítaverða frammistöðu forráðamanna félagsins, en fyrir
slíku er á hvoruga hlið gert ráð fyrir í þessum saman-
burði“.
Hér liggja þá fyrir orð höf. sjálfs um það, að að-
‘) Auðlc. af mér.