Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Page 42
148
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
Herbert Spencer og félagsfræðiskenningar hans. Þá
var lesin Dr. Koss: Sociai Control, frá bls. 77—197,
kaflarnir um almenningsálitið, lög, trú, uppeldi og
venjur.
Samviunusaga, í y n g r i d e i 1 d var kent með
fyrirlestrum um uppliaf samvinnustefnunnar á Eng-
landi, Robert Owen og um störf og áhrif Rochdale-
frumherjanna. Síðan voru rakin aðalatriðin í sögu sam-
vinnunnar hér á landi og stuðst við frásögn í III.—
IV. hefti í Tímariti ísl. samvinnufélaga, 1920. I eldri
deild var kent með fyrirlestrum um samvinnuna í
Englandi, Danmörku, Noregi og Sviþjóð, og lesið sama
ágrip um samvinnufélögin hér á landi, sem notað var
í yngri deildinni. — Bæði í félagsfræði og samvinnu-
sögu skrifuðu nemendurnir ritgerðir, eftir því sem tími
vanst til.