Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Blaðsíða 8
114
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
eftir sveitamörkum, samgönguaðstöðu eða öðrum skil-
yrðum. Deildirnar ráða inntöku nýrra félagsmanna. I
hverri deild ábyrgist einn fyrir alla og allir fyrir éinn.
Hún ber fulla ábyrgð á fjárreiðum hvers manns í deild-
inni og skuldbindingum sínum gagnvart félaginu. Hver
deild hefir sinn deildarstjóra, sem ber ábyrgð gagnvart
deildinni. Hann tekur á móti vörupöntunum félags-
manna og gjaldeyrisloforðum. Honum ber' að vera
ráðunautur og forsjármaður hvers einstaks félagsmanns,
sem ráðlegginga þurfa, stilla viðskiftum manna í hóf
eftir atvikum, gæta hagsmuna deildarinnar gegn óhemju-
legum skuldaskiftum einstakra manna, svara til skuld-
bindinga deildarinnar gagnvart félaginu og gæta hags-
muna hennar á sama vettvangi, halda viðskiftabók
fyrir hvern félagsmann, þar sem bókfærðar eru niður-
stöður allra reikninga og viðskifta hvers manns o. s. frv.
Félagsmenn hafa rétt til að panta ákveðna vöru-
flokka vor og haust, jafnframt því sem þeir leggja
fram gjaldeyrisloforð sín. Hinar pöntuðu vörur eru
síðan afhentar með kostnaðarverði.
Þegar við athugum þau skilyrði, sem voru fyrir
hendi, þegar þessi félagsskapur var stofnaður, og það
verkefni, sem var fyrir höndum, skilst okkur, að allar
þessar grundvallarsetningar hafa átt sérlega vel við
staðháttuna. A aðra hönd var bygging þessi gerð af
miklum vanefnum misjafnra skilamanna. A hina liönd
var við að etja öfluga samkepni, sem átti skuldarítak
í öllum þorra manna.
Slíkum félagsskap var því lífsskilyrði, að búa vel
um alla hnúta þegar í upphafi. Glöggir og gætnir menn
tóku að sér forystuna, hver í sínu bygðarlagi. Þeim
var trygð aðstaða, til þess að geta haft glögt yfirlit
yfir hag og ástæður deildarmanna sinna. Samábyrgð
innan deilda vakti menn til gerhygli og gaf mönnum
ljósa hugmynd um þá ábyrgð, sem á deildinni hvíldi.