Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Page 15
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
121
þ e i r r a r á b y r g a r, s e m f é 1 a g s m e n n li a f a
t e k i ð s é r s j á 1 f i r á h e r ð a r, a 1 d r e i f 1 a 11
u p p á þ á. A þenna hátt er hverjum einstaklingi lögð
á herðar ábyrgð og fengin jafnframt í hendur ákveðin
hlutdeild í því, að sjá félagsskapnum borgið.
Rochdale-félag fer á mis við alt þetta. Þunginn og
ábyrgðin hvílir á miðpunkti, orsakar í stórum félögum
ofurþunga og hlýtur að skapa meiri og minni harð-
stjórn. Gfnmdvöllurinn verður á hverjum tíma að því
leyti ótryggari, sem hann er minna þektur af þeim
sem á honum verða að byggja. Ef ábyrgðin kemui
niður á einstaklingunum, kemur hún fiatt upp á þá, af
því að þeir hafa engu ráðið um stærð hennar, né tekið
sér hana á herðar með ráðnum hug í hverju einstöku
tilfelli. Hlutdeild hvers manns í því að tryggja grund-
völl félags síns verður minni. Hann lítur á sjálfan sig
fremur sem sjálfstæðan aðila gagnvart sínu eigin fé-
lagi, heldur en sem lifandi grein á stofni. Þroskunin,
sem samvinnufélögunum er ætlað að vinna, er síður
knúin fram af sjálfu skipulaginu.
Munurinn á þessu tvennskonar skipulagi er þá að
mínum dómi í stuttu máli þessi: Annað er algert lýð-
stjórnarfyrirkomulag, sem veitir félagsmönnum fyllri
ákvörðunarrétt og rneiri hlutdeild í þroskandi samstarfi.
Hitt er að vísu lýðstjórnarskipulag en ekki eins algert.
Hvað skuldatrygginguna snertir, hvílir annað á breið-
um grundvelli og tryggir sjálft sinn grundvöll um leið
og það gefur einstaklingunum yfirlit yflr þá ábyrgð,
sem á þeim hvílir. I hinu hvílir skuldatryggingin á
miðpunkti. Að þessu leyti er þingeyska skipulagið
eins og pýramíði, sem hvílir á breiðum grunni.
Mér virðist að það félag, sem hvílir á liinum breiða
grunni, muni lítt síður haggast þó á kunni að bjáta.
Abyrgðin er borin uppi af mörgum, sem skilja eðli hennar