Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Page 13
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
119
mikill. Hlaðinn störfum allan daginn og fram á nætur,
getur hann ekki veitt sér þá kynningu af högum og
háttum hvers félagsmanns sem skyldi. Því síðui' getur
liann notið aðstoðar félagsmanna sinna við úrskurð á
vafasömum atriðum. Hann verður því mitt í dagsönn-
um að vera reiðubúinn að fella liinn vandasamasta dóm,
þegar lítið þektur og skuldugur maður leitar á náðir
hans. Dóminn verður hann að fella á eigin ábyrgð.
Og dómurinn þarf að vera réttlátur. Tvenskonar gagn-
stæð ábyrgð þrýstir á hann. Ábyrgð gagnvart félaginu
og ábyrgð gagnvart manninum. Hann verður því þarna
eins og milli steins og sleggju. Engir nema afburða-
menn geta risið undir þeim vanda, sem skuldatrygging
í stóru Rochdalefélagi leggur þeim á herðar.
1 hverri deild í Kaupfélagi Þingeyinga hafa deild-
armenn, eins og áður er sagt, ákvörðunarrétt um það,
að livc miklu þeir vilja taka sér á herðar ábyrgð af
skuldum einstakra manna, sem eiga erfitt uppdráttar.
Með þessum ákvörðunarrétti er samvizka þeirra og
mannúðartilfinning dregnar fram í dagsbirtuna. í hlut
á samsveitungi þeirra og félagi, sem á erfitt fyrir, en
hefir, ef til vill, bestu viðleitni, að reynast skilamaður
og koma fyrir sig fótum. Hér er þá sú spurning lögð
fyrir hvern einstakan deildarmann: Viltu vera með í
því, að lyfta undir byrði náunga þíns, rneðan hann er
að hafa sig á fætur? Þeirri spurningu verður því nær
alt af svarað á einn veg. Samdeildarmennirnir bera
þolinmóðir ábyrgðina, þar til fram úr rakiiar og skuldin
greiðist, eða þá að sá, sem í hlut á, veltur með öllu
um hrygg. Jafnvel þá er ekki ástæða til að æðrast.
Deildarmenn hefðu hvort sem var orðið fyrir þessum
halla að einhverju leyti í auknum sveitargjöldum. En
þeir hafa leitast við að forða þessum manni frá ógæfunni.
Sjaldgæft mun það vera, ef ekki dæmalaust, að meðal-
menn, hvað þá þeir, sem meira geta talist, hafi sig ekki