Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Qupperneq 32

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Qupperneq 32
138 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. lagið lætur ekki óuppfyltar nokkrar skyldur til utan- félagsmanna, sem réttmætt er að heimta al' félögunum. Asakanirnar um siðmætisskort eru þess vegna ástæðu- lausar, en meiri líkur til að einmitt kostnaðarverðs- skipulagið ali upp þann hugsunarhátt hjá utanfélags- mönnum, sem vafasamt er, hvort er siðbætandi. III. Ekki mun rétt, að skiljast svo við deilu þessa, að minnast ekki á meðferð höf. á „stækkun“ eða fram- lenging einkenna þessara tveggja aðferða. Höf. ætlar að stækka einkenni beggja — jafnvel út í öfgar — til að skýra fyrir sér og öðrum hvernig þá færi. Aðferðin er góð og glögg, en þó því að eins að rétt mynd komi fram af báðum. Eg hefi gert þessa stækkun í ummælum mínum hér að framan, en hér er ætlunin, að fylgjast með rökleiðslu höfundar. Stækkunin á einkennum gangverðsaðferðarinnar verður hjá höf. þannig: ..Þau einkenni eða kostir, sem henni hafa verið taldir til gildis, eru yfirleitt hags- nmnalegs eðlis fyrir félögin eða fyrir félagsmenn. Af því verður að draga þá ályktun, að aðferðin beri þeim mun meiri og betri ávexti, sem aðalreglu hennar um verðlagið er beitt ósleitilegar. Það er líka einfalt reikn- ingsdæmi, að verðuppbót félagsmanna getur orðið þeim mun meiri sem verðlagið er hærra, svo ef hún væri hinn eini og sanni mælikvarði á hagsmunagildi félag- anna, þá þyrfti engra frekari vitna við. Og ekki dreg- ur það úr hagsmununum, að því hærra sem verðlagið er sett, þeim mun ríflegri verður sá skerfur, sem við- skifti utanfélagsmanna leggja á disk félagsmanna þeim að fyrirhafnarlausu, svo eðlilega ætti að verða eftir- sóknarvert, að njóta hlunninda í slíkum félögum, fyr í dag en á morgun“.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.