Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Page 5

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Page 5
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 111 í augum. Mér er sagt, að þetta séu einkum efnuðustu mennirnir. Það læt eg mig litlu skifta. Mér nægir að vita hitt, að þeir eru enn ekki vaxnir þeim kröfum, sem samstarfið gerir. Það er eðlilegt, að margt sé til af slíkum mönnuin. Það lamar ekki trú okkar á gildi samvinnunnar. Þeim sést yflr þá vörn, sem máttur sam- takanna veitir. Þeir eru hræddir u m sig, af því að þeir eru liræddir v i ð okkur hina. Gfróðrarmagn bræðra- þelsins, sem á hættulegum stundum hvetur til fastari samtaka, þokar okkur í áttina, þó þessir menn gangi- úr leik. Við þörfnumst ekki peninga þeirra eins mikið og við þörfnumst hugrekkis þeirra og trausts. Við vit- um líka hitt, að þeir, sem í háskanum berja menn af kili, eiga að eins fyrir höndum lengri bið og einmana- legri eftir geigvænlegum dauða. Eg hræðist ekki samábyrgð með íslenskum bænd- um, vegna þess, að eg treysti þeim og hefi trú á fram- tíð þeirra. Eg hræðist ekki samábyrgðina, vegna þess að hún er hið sterkasta afl, vaxið upp á vegum þrosk- unarinnar, þar sem batnandi menn eiga samleið. En nú er því svo varið um samábyrgðina eins og marga aðra góða hluti, að hún getur orðið misnotuð. Hún þarfnast því tryggingarskilyrða og lagafyrirmæla, sem setja henni skorður og fyrirbyggja gerræði inn á við og út á við. Bóndinn, sem getur með undirskrift sinni hreyft miljónir, þarfnast ekki eingöngu skipulags- legrar verndar heldur lagalegrar, ef þungi miljónanna þrýstir á hann, um leið og þær leita sér jafnvægis. Tvent þarf því að forðast: Misbeiting þessa feikna afls út á við og misbeiting þeirrar ábyrgðar, sem af því leiðir inn á við. Þess vegna þarf að vanda af fremsta megni val þeirra manna, sem fara með þetta afl fyrir hönd bænda og beita því í viðskiftunum. Samábyrgðin lýtur lögum réttlætisins. Misbeiting hennar út á við mundi jafnan leita til baka til upphafs sins og koma 8*

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.