Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Blaðsíða 11
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
117
1. Að grundvöllur samábyrgðarinnar sé svo traust-
ur, sem á verður kosið, eftir atvikum og staðháttum.
2. Að samstarfið þrýsti á hvern einstakling og veki
hann til vitundar um siðlega og fjárhagslega ábyrgð
hans gagnvart félagsbræðrum hans og þjóðinni.
3. Að hverjum manni sé trygð aðstaða til þess að
sjá ábyrgð sinni borgiö, á þann hátt að veita honum
sjálfsákvörðunarrétt um það, að hve miklu leyti hann
vill taka sér á herðar ábyrgðarþunga félagsbræðra
sinna og nágranna, og á þann hátt að veita honum
ákveðna hlutdeild í framkvæmdaráðum og félagslegum
ályktunum innan vissra takmarka.
4. Að þungi samstarfsins hvíli á hverjum manni,
ekki sem ok, heldur sem ljúf og fagnaðarrík hlutdeild
í þjóðnytjastarfi, svo að hann geri sér grein fyrir ein-
staklingsgildinu í félagsskap og því að heill félagsins
er að nokkru leyti komin undir því, að hann bregðist
ekki vonum manna og trausti.
5. Að á vegum félagsins sé opin leið að æðsta
takmarki samvinnuhugsjónarinnar: s a m h j á 1 p i n n i.
Við höfum fyrir okkur hér á landi tvö mismunandi
skipulagsform, sem við getum tekið til rannsóknar.
Annað er skipulag Kaupfélags Þingeyinga, hitt Roch-
daleskipulagið. Rannsóknin þarf að leiða til úrlausnar
á eftirgreindum vafaaÞ'iðum. Hvort annað skipulagið
út af fyrir sig fullnægi framangreindum tryggingar-
skilyrðum og veiti þann félagslega þroska einstakling-
anna, sem heimta verður, hvort þau gera það bæði eða
hvorugt út af fyrir sig, hvort í báðum til samans sé
fólgin ákjósanlegasta úrlausn, og loks hvort á bresti
nokkuð, að enn sé fundið ákjósanlegasta skipulagsform
fyrir staðháttu okkar og markmið.
Það er óþarft að taka það fram, að rannsókn þessi
þarf að fara fram algerlega hlutlaust og í bróðurlegum
anda, með það eitt fyrir augum að leita sannleikans.