Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Page 34

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Page 34
• 80 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. sýslu og Húnavatnssýslu yrði sérstakt kaupfélag, og mun það liafa vakað fyrir þeim, sem mest hugsuðu um þetta mál þeim tíma í vestur liluta Húnavatssýslu, að hentug- ast væri að öll Húnavatnssýsla og Strandasýsla mynduðu eitt öflugt kaupféag, sem nefnast skyldi Húnaflóafélag, eða með öðrum orðnm, að reisa aftur upp hið forna Húnaflóa- félag, sem þá hafði legið í gröf sinni nær því 20 ár, en að starfssvið þessa nýja félags væri einungis bundið við sveitirnar í kringum Húnaflóa. Þessi hugsun verður glögg- lega lesin út úr bréfum þeirra Sigurðar Jónssonar á Lækja- móti, Baldvins Eggertssonar í Helguhvammi og þó sér- staklega Jóns Skúlasonar á Söndum, er þeir sendu fund- arboðendum þeim sem áður eru nefndir sem svör upp á fundarboðið. Á Blönduósfundinum 16. desember mættu auk fund- arboðendanna þessir fulltrúar: Síra Jón Pálsson á Hösk- uldsstöðum, Árni Á. Þorkelsson á Geitaskarði, Sigurður Sigurðsson á tHúnsstöðum, Jón Ólafsson á Sveinsstöðum, Jón Hannesson í Þórormstungu og Þorlákur Þorláksson í Vesturliópshólum. Eundarstjóri var kosinn Jón Guðmunds- son á Guðlaugsstöðum og fundarskrifari Þorleifur Jónsson á Syðrilöngumýri. Pyrst var rætt um félagsstofnun og var eftir nokkrar umræður samþykt í einu hljóði að stofna pöntunarfélag fyrir Húnavatnssýslu. Því næst var rætt um hvernig félag þetta skyldi fá vörur þær sem félagsmenn pöntuðu. Á þeim tíma skiftu flest pöntunarfélög og kaupfélög landsins, sem á fót voru komin, við Louis Zöllner & Co. í Newcastle, og voru viðskiftin þannig, að hann lánaði þeim peninga fyrir útlendu vörurnar, og seldi svo íslenzk- ar vörur fyrir þau. Stöku menn höfðu þá fengið ótrú á viðskiftum við Zöllner, sem mun þó að mestu hafa verið runnið frá kaupmönnum, sem var meinilla við kaupfélögin og reyndu því á allan hátt að gjöra umboðsmann þeirra tortryggi-

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.