Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Page 53

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Page 53
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 99 við K. H., en sem nú höfðu stofnað sérstakt félag, borgað út hluti þeirra af varasjóði félagsins, og var það til sam- ans rúmlega 900 krónur, en jafnframt keyptu þær hús- eign og verslunaráhöld, sem félagið átti á Hvammstanga, fyrir sömu upphæð. Bókfært verð þeirra eigna var þó nokkuð meira. Prá byrjun hafði félagið árlega sent út töluvert af hrossum, en þetta ár voru það aðeins 8 hross, sem félagið sendi út, og var meðalverð þeirra að frádregnum kostn- aði, 89 krónur. Síðan hefir félagið ekki sent út hross. Aðrar íslenskar vörur seldust þetta ár heldur yflr kaup- mannaverð. A þessu ári var enn nokkuð aukið við innbyggingu í íbúðarhúsi félagsins. Til framkvæmda á þessu ári má einnig telja það, að á aðalfundi félagsins var ákveðið, að senda einn mann fyrir hönd K. H. og S. A. H á aðalfund Sambands ísl. samvinnufélaga, til að kynnast starfsemi sambandsins, sem þá var nýlega byrjað á kjötsölu fyrir nokkur félög. A fundi þessum mætti svo Jónas B. Bjarna- son í Litladal, sem fulltrúi fyrir ofannefnd félög, og varð sá árangur af því, að S. A. H. gekk í félagið næsta ár, og lét Sambandið strax selja nokkuð af kjöti fyrir sig, og lýsti hann því yfir á fundi þessum, að hvenær sem Sambandið sæi sér fært að hafa erindreka erlendis til þess að kaupa inn útlendar vörur, þá mundi K. H. ganga í Sambandið og styðja það eftir megni. Árið 1913 varð vörupöntun heldur minni en árið áður, en söludeildin seldi vörur fyrir lítið eitt meira. Ágóði af söludeildarverslun varð 8°/0. Og ull sem félagið sendi út, seldist yfir kaupmannaverð. Á þessu ári hafði félagið engar sérstakar fram- kvæmdir. Árið 1914 varð umsetning pöntunardeildarinnar með mesta móti, og söludeildin seldi vörur fyrir rúmlega 41 þús. krónur. Ágóði af söludeildarversluninni varð að eins 5°/0. Ull, sem félagið sendi út, seldist fremur vel. 7*

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.