Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 19

Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 19
ANDVARi LÁTTU GAMMINN GEISA 17 Hafstein síðar hyllti sem ungt skáld. Bólu-Hjálmar kvað um fjallkonuna, eftir- lætismynd rómantísku skáldanna, eins og stefna þeirra hefði aldrei verið til: Sjá nú, hvað ég er beinaber, brjóstin visin og fölar kinnar, eldsteyptu lýsa hraunin hér hörðum búsifjum ævi minnar. Um haustið settist Idannes í 1. bekk. Ekki fór miklum sögum af honum á fyrsta ári. Hann mun þó þegar hafa stundað nám sitt af kostgæfni og fékk þetta skóla- ár fjórðung ölmusu, kr. 50. Þennan vetur kynntist hann Benedikt Gröndal Svein- hjarnarsyni, sem kenndi honum latínu, landafræði og dönsku. Harmar biðu Hannesar heima, þá liann kom norður eftir fyrsta vetur sinn í Lærða skólanum. Faðir hans lá á líkbörum, hafði látizt 24. júní og var grafinn 15. júlí 1875. Kristjana sat þó í Skjaldarvík til næsta vors með börnum sínum. Þau voru nú sjö á lífi, yngsti sonurinn, Gunnar Magnús, fæddist í Skjaldarvík. Þetta sumar, 20. ágúst, skrifaði prófastur Ey- firðinga, Daníel Halldórsson, biskupi þá beiðni Arna Jóhannssonar prests í Glæsi- bæ, „að hann mætti ferma skólapilt Hanncs Þórð Hafstein í Skjaldarvík í sókn hans, nú áður en nefndur piltur fer suður til skólans, þótt hann verði þá eigi orðinn fullra 14 ára gamall. Prest- urinn kveðst hafa farið yfir barnalær- dómskverið með honum, sé hann að sínu áliti ágætlega að sór í því og að ástæðan fyrir beiðni þessari sé einmitt sú, að pilt- urinn eigi að fara til skólans í haust."1) Fermdur var svo Hannes einn sér í Glæsibæ um haustið, 14. sunnudag eftir trinitatis, og hlaut þá svohljóðandi vitnis- 1) Þjóðskjs. Biskupsskjalasafn: Bréf til biskups úr Eyjafjarðarsýslu 1875. burð: „Kann: ágætl., les: ágætl., skilur: ágætl., hegðun: ágætl."1) Idannes settist síðan í 2. bekk haustið 1875. Hann hlaut þetta skólaár heila ölmusu, kr. 200, og hélt þeim styrk hvern vetur til loka skólavistar sinnar. Nú kynntist hann öðrum úr hópi hinna rómantísku skálda. Steingrímur Thor- stcinsson kenndi honum þennan vetur latínu, grísku og dönsku, en Benedikt Gröndal áfram landafræði. Þetta skólaár varð Hannes fjórtán ára, og nú hófust skipti hans af félagslífi skólapilta, og hann tók að sinna bókmenntalegri iðju. Segir svo af því í annál þessa skólaárs: „Á þessum vetri sýndu bæði busar og kastringar hina mestu menntunarfýsn; bæði höfðu þeir allmikið „interesse" fyrir félagsmálum skólans, og þar að auki stofnuðu þeir nokkurs konar félög hvorir hjá sér og héldu út blaði; hét blað 1. bekkinga Hekla; blaðstjórinn var fúxinn, Benedikt Bjarnarson, er var hinn stak- asti gatisti, er nokkuru sinni hefur komið í nokkurn skóla. Blað kastringa hét Geysir; það gaf duxinn, Elannes Haf- stein; má nærri geta, að það hefur verið betur út gefið, enda þótti kastringum svo sjálfum; sögðu þeir, að fyrsta blaðið af Heklu hefði verið hrossalýsingar einar. Einu sinni létu busar það berast út, að Elekla væri dauð; urðu þá kastringar næsta glaðir og gáfu út tvö númer af Geysi hvort á fætur öðru, og voru þau bæði full af grafskriftum eftir Ileklu og sorgarkvæðum til útgefandans. Þegar busar hcyrðu þetta, létu þeir kastringa vita, að Idekla lifði góðu lífi, og fylltu næsta númer skömmum og háði til Geysis. Þannig hófst megnasta blaða- deila, og hélzt hún, þangað til upplestrar- 1) Prestsþjónustubók Glæsibæjarprestakalls 1861—1881. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.