Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 74

Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 74
72 GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON ANDVARI ln'in hafa undraverða leikni í því að gráta hástöfum, ávíta mann sinn og dóttur, barma sér og ákalla drottin, allt í sömu hrinunni. Venjulega var hún víst alveg rúmföst, fyrst í stað, eftir að slíkar hviður höfðu gengið yfir. En sljákkun óveð- ursins fylgdi löngum kyrrð og hljóðlegur umgangur á neðri hæð hússins, nema hvað stunur gömlu konunnar bárust við og við um gisið húsið, áþekkar dunum af veðurhljóði, sem er að deyja út í fjallinu. Dóttirin Ragna. Henni mætti ég oft í stigum og göngum hússins. Hún var stór stúlka og þroskaleg, með þunga hrún. — Ég varð var við að hún kom stundum seint heirn á kvöldin. Oftlega raskaði það næturró minni að heyra Rúnka gamla brambolta fram í anddyrið klukkan þrjú og fjögur á nætumar til þess að ljúka upp og hleypa dótturinni inn. Þá heyrði ég að hann las henni pistilinn, hvíslaði ískrandi hvísli milli samanbitinna tanna, og hvískrið smaug um húsið í næturkyrrðinni þó engin heyrðust orðaskil. Ég veit ekki fyrir livað hann var að álasa henni og ég heyrði hana aldrei svara, — ef til vill var hún orðin of fullorðin til þess að þrátta við gamalmenni. Ég bauð henni góðan dag, eins og gerist og gengur, ef ég mætti henni í ganginum fyrir neðan stigann, þegar ég að morgni dags var á leið út úr húsinu. Hún tók venjulega undir það áhugalaust og ópersónulega, án þess að líta upp og var ekki með léttu bragði. Mér datt stundum í liug að gaman væri að sjá hennar þungu brún lyftast í glöðu brosi, en það átti ég ekki að fá að sjá í þessu húsi. Aftur á móti har svo við, að nokkru áður en ég fór alfari af Vestur- götunni bar hana fyrir augu mín niðri í miðbæ seint um kvöld. hlún var í fylgd með tveimur ungum mönnum og þau spjölluðu saman og gerðu að gamni sínu. Þá sá ég hana stoppa andartak og hlæja dátt og innilega, og þá sá ég líka það, scm mig hafði lengi grunað, að hún myndi vera í álögunr þegar hún væri heirna. Síðan veit ég að hún var falleg stúlka, og mig grunar að ungir menn hafi gjarnan viljað vera með henni. — Ég þekkti í sjón annan þeirra manna sem voru förunautar hennar þetta kvöld í miðbænum. Hann var sonur Halldórs fisksala, sem bjó í næsta húsi við Runólf gamla. En þessi ungi maður, sem var í rauninni allra snotrasti piltur, og víst einum fjórum til finnn árum yngri en Ragna, hafði, því miður, ekki sem bezt orð á sér. — En hvað um það, — hann var ungur og snotur og hann virtist geyma lykilinn að gleði hennar, — víst var það bölvað ranglæti, en, — ja, það kom ekki mér við. Sem sagt: hin raunverulega fjölskylda hússins samanstóð af þessum þremur persónum, og hinum tveim konum þeirrar fjölskyldu kynntist ég sama og ekkert, — annarri minna en ég vildi og hinni ekki neitt, nema af þeim veðurhljóðum, sem bárust gegnum hússins gisnu þiljur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.