Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 94
KRISTJÁN ELDJÁRN:
UM HELJARSLÓÐARORUSTU
Þessi grein er lokafyrirlestur, sem ég
flutti á mcistaraprófi í Háskóla Islands
26. maí 1944 og hafði eina viku til að
semja, svo sem venja er. Erindið var
ekki ætlað til birtingar, en nú hefur
ritstjóri Andvara falazt eftir því, þar
eð hann þóttist ekki hafa annað til-
tækara til að minnast hundrað ára út-
komuafmælis Heljarslóðarorustu. Læt
ég það flakka, frá orði til orðs eins og
það var samið og flutt í maí 1944, en
góðfúsa lesendur bið ég muna og skilja,
að hér er um að ræða gamlar lummur,
sem í upphafi voru snöggbakaðar.
K. E.
I
íslendingar tóku fyrst að setja saman
riddarasögur á 14. öld. Þessi bókmennta-
grein tók hug þjóðarinnar svo föstum tök-
um, að hún undi við hana öldum saman.
Ævintýraglit riddarahfsins heillaði menn
í fásinni og fábreytni, en sem bókmenntir
eru riddarasögurnar bágbornar, enda
stirðnuðu þær brátt í formi og urðu hver
annarri líkar.
Þegar kemur fram á 19. öld, eru þær
komnar á fallanda fót, form þeirra er að
verða að dauðri leif. En þá rennur skyndi-
lega af stofni þeirra einkennilegur, snar-
lifandi kvistur, á sinn hátt merkilegasti
ávöxtur riddarabókmenntanna á Islandi.
— Þessi kvistur er Sagan af Heljarslóðar-
orrustu eftir Benedikt Sveinhjarnarson
Gröndal. Við hana kannast svo að segja
hvert mannsbarn, enda mun ég ekki rekja
efni hennar, heldur haga orðum mínum
eins og það sé öllum kunnugt.
Sagan af Heljarslóðarorrustu, eða
Heljarslóðarorusta, eins og hún er oftast
kölluð, á sér merkilega tilurðarsögu.
Benedikt Gröndal hafði komið til Kaup-
mannahafnar í annað sinn árið 1857 og
var þá rúmlcga þrítugur. Ætlaði hann
þá að „taka examen“, en lítið varð úr
próflestrinum eins og fyrri daginn. Lcnti
hann í drykkjuskap og lá við sjálft að
hann færi heim við lítinn orðstír. Þá
vildi svo til, að hann komst í kynni við
einkennilegan, rússneskan trúboða, sem
Djunkowsky hét, ai jafnan nefndur
Djúnki af Islendingum. Djúnki var ríkur
maður og mikill brennivínsmaður. I lann
var kaþólskur og var það hugsjón hans
að vinna kirkju sinni nokkurt ríki á
Norðurlöndum. Þess vegna gerði hann
sér títt um íslendinga og hafði Ólafur
Gunnlögsson, frændi og vinur Gröndals,
gerzt samherji hans. Þetta leiddi til þess,
að Djúnki tók Gröndal að sár og hafði
í huga að gera hann að trúboða á Islandi.
Hann fór með hann til Þýzkalands og
kom honum fyrir í prestasamkundu nokk-
urri í þorpi litlu, sem heitir Kevelaer. Þar
dvaldist Gröndal upp undir ár, sökkti sér
niður í lestur kaþólskra bóka, pældi gegn-
um rit hinna heilögu kirkjufeðra, tók
þátt í bænum og tíðagerðum klerkanna,
og að lokum fór svo, að hann tók kaþólska
trú til málamynda. Gröndal segist sjálfur
hafa þroskazt mikið á klausturvist þess-