Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 77

Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 77
ANDVARI GR/ENAR HJÓLBÖRUR 75 gamla og hann anzaði tiltölulega spaklega: — Hugsazt gæti, — liugsazt gæti það. — Ekki éta þær matinn þessar skammir, engum gera þær mein. — Ekki veit ég nú það, svaraði ég, — þær gætu freistað manna til að gerast þjófar. — O, svei því attan, anzaði hann mér til. — Illræðismenn og þorparar hafa ekki enn þá sótt neitt í mína vasa, enda get ég enn þá haldið um mitt. — Því skal ég trúa, sagði ég og sýndi fimi mína með því vippa mér inn fyrir steglumar, — en lof mér að sjá, er hjólið rennt úr heilli klumbu? Þá sýndi Runóllur mér þá gestrisni að góðum og gömlum sveitasið að hann rýmdi til fyrir mér svo ég gæti setið við hlið hans á börunum góðu að ég mætti til fulls ganga úr skugga um að hjólið væri rennt úr heilli klumbu. Síðan tókum við tal saman og það fór vel á með okkur. Og í því samtali komst ég að því að hann þóttist hafa gefið fullmikið upp á bátinn þegar hann brá búi og seldi jörðina hæstbjóðanda. — Það var vorið eftir að ég missti dreng- inn, sagði hann dræmt. Og þegar manni er þannig sagður sannleikurinn allur í fám orðum, þá hnykkir manni við og maður spyr ekki framar. Og hann sat gneypur um stund og tók nú enn að líta eftir liöndum sínum. — Ójá, mælti hann svo út í þögnina, sem skyndilega hafði slegið tjöldum sínum þarna á blettinum, — drenginn missti ég og jörðina seldi ég. - Það var nú það. Síðan féll það tal. En eftir þennan dag vorum við kunningjar þær fáu vikur sem við áttum eftir að dvelja undir sama þaki, og það talaðist svo til að hann lánaði mér grænu hjólbörurnar þegar ég flytti dótið mitt til skips. — Það var vinarbragð. En eins og það átti ekki fyrir mér að liggja að sjá dótturina Rögnu hrosa í heimahúsum, svo voru það og ekki forlög mín að aka nokkm sinni drasli mínu í þessum forkunnargóðu börum, hinu einasta af búsmunum utanhúss, sem Rúnki garnli flutti með sér til borgarinnar austan yfir fjall. Ekki man ég lengur af hverju fiskleysið í bænum stafaði. En það var búið að vera fisklaust í meira en viku og ekkert fékkst nema rándýr rauðmagi. Kannski hefur verið verkfall, annaðhvort hjá fiskum eða mönnum. En fisk- salarnir voru öllum heillum horfnir. Jafnvel Halldór gamli, nágranninn, varð að hætta öllu prangi og hafði undanfama daga komið sér í grjótvinnu. Til marks um það stóð nú á hverju kvöldi steinsleggja mikil fyrir framan dyrnar hans og sperrti halann upp í loftið. En dag nokkum er fiskur aftur á boðstólum og allir fisksalar bæjarins selja eins og óðir menn. Og þegar ég um hádegisleytið á leið urn Bræðraborgar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.