Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 64
62
ÁSGElll ÞORSTEINSSON
ANDVAIiI
gæl'a, að Llppkastinu skyldi hafnað, sbr.
blaðaummæli 1958. (Mbl. 14/9 ’58).
En hið óvænta skeði þá jafnframt, að
konungur og forsætisráðherra Danmerk-
ur létu í ljós, að taka mætti upp samninga
um sambandsmálið í heild.
Ekki verður séð af gangi rnála, að upp-
tök að slíku hafi átt sér stað á Islandi.
Það má leiða líkur að hinu, að Danir
hafi þá séð hilla undir hrakfarir Þjóð-
verja í stríðinu og hafi kosið að verða
fyrri til að hreyfa sambandsmálinu og
freista þess að fá viðunanlegt framtíðar-
samkomulag, heldur en eiga á hættu
harðnandi hríð frá Islendingum, og máski
skilnað.
Danir á Suður-Jótlandi voru þá farnir
að sækja í sig veðrið og krefjast af Þjóð-
verjum efnda gamals loforðs unr atkvæða-
greiðslu þar til sjálfsákvörðunar um það,
hvoru landi Suður-Jótar vildu tilheyra. En
þcim hafði að vísu aldrei orðið neitt
ágengt með þá kröfu.
Idins vegar bar svo við í janúar 1918,
að Woodrow Wilson Bandaríkjaforseti
hélt ræðu í bandaríska þinginu, sem brátt
fór orð af, er hann setti fram hin sögu-
frægu 14 friðaratriði, en eitt þeirra var
um sjálfsákvörðunarrétt undirokaðra
þjóða. (Sal. XXV).
Elin greiða afgreiðsla sambandslaga-
málsins milli nefndarmanna Islendinga
og Dana sumarið 1918 bendir í þá átt, að
Danir hafi verið farnir að líta friðarboð-
skap Wilsons hýru auga vegna Suður-
Jótlands.
Það kom líka á daginn, að Þjóðverjar
létu sig fyrir Dönurn í október 1918, er
þýzka þingið féllst á sjálfsákvörðunarrétt
þjóðanna sem grundvöll fyrir þjóðarat-
kvæðagreiðslu í Suður-Jótlandi. (Sal.
XXII).
Sambandslögin, sem gengu í gildi 1.
des. 1918, voru af flestöllum talin ótviræð
og tæmandi fullveldis-viðurkenning á Is-
landi, en þó voru ekki allir alþingismenn
ánægðir með þau heldur.
Magnús Torfason segir í áliti minni
hluta fullveldisnefnda 1918: ,,í Uppkast-
inu 1908 hljóðar samsvarandi grein
þannig: „Danir og Islendingar á íslandi
og Islendingar og Danir í Danmörku njóta
fulls jafnréttis". Hér er búscta gerð að
skilyrði fyrir jafnrétti þegnanna, og var
þó fulllangt gengið. I nýja Uppkastinu er
búsetuskilyrðið þurrkað út, og mega því
allir sjá, að það er í þessu undirstöðu- og
höfuðatriði sýnu verra en gamla LIpp-
kastið." (Bls. 47, Sbl. 1918).
Þá er rétt að benda á, að sérstaklega
ströng skilyrði voru sett fyrir samnings-
sliturn 1918, sbr. ákvæði 18. gr. um at-
kvæðagreiðslu á löggjafarþingum og meðal
þjóðanna. Þessi auknu skilyrði eru í sam-
ræmi við þann eðlismun, sem var á samn-
ingsslitum 1918 og 1908, gagnvart mögu-
leika til skilnaðar.
Hér fara á eftir nokkrar frekari tilvitn-
anir í urnmæli Einars Arnórssonar, sem
birtust í ritinu Þjóðréttarsamband íslands
og Danmerkur, 1923, af tilefni Sambands-
laganna 1918. Þau eiga erindi í sambandi
við tilraun þessa til að meta Llppkastið frá
1908 sem réttast.
„Fullveldisviðurkenning eins ríkis öðru
ríki til handa er venjulega einhliða yfir-
lýsing eða fólgin í verknaði. En hún
getur verið skilyrðum bundin, eða öllu
heldur á undan yfirlýsingu eða jafnhliða
lienni geta hafa gengið loforð um eitt-
hvað lrá því ríki, sem viðurkenninguna
fær. Og svo var hér.“ (Bls. 28—29).
Þannig var einnig ástatt 1908, ef „sjálf-
stæðisviðurkenning" er sett í stað „full-
veldis-“, þótt ekki sé það nauðsynlegt.
,,En þó að þetta skilyrði hafi upphaf-
lega verið sett, þá er viðurkenningin eigi