Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 39

Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 39
ANDVARI LÁTTU GAMMINN GEISA 37 og fjórir aðrir) skyldi af sett. Uppástung- unni var tekið með lófaklappi af hans flokki, en hinn flokkurinn mælti mjög á móti. Til atkvæða var eigi gengið. Þeir, sem móti stjórninni voru, fóru hurt af fundarstaðnum, en stjórnin varð þar eftir. Þeir, sem út fóru, settu fund á öðr- um stað og kusu nýja stjórn, þar eð þeir kváðu stjórnina af setta. Hinn flokk- urinn viðurkenndi eigi, að þctta hefði nokkurt gildi, þar eð allt löglegt form vantaði eftir lögum félagsins og almenn- um reglum. A næsta lögboðnum fundi komu saman 52 félagsmenn íslendinga- félags, og voru þá reknir úr félaginu þeir, er helzt þóttu spilla friði eður reglu í því, þrír með 51 atkvæði og 2 með 30— 40 atkvæðum. Þeir, sem út höfðu farið, héldu því fram, að þeir væru hið sanna íslendingafélag, og höfðu þeir sumpart tckið, sumpart öðruvísi komizt yfir nokk- ur plögg félagsins. Ut úr því varð mál milli þessara félaga. Því af plöggunum, scm tekið hafði verið, var skilað fyrir sáttanefnd í hendur Tryggva Gunnars- sonar, formanns Islendingafélags, en nú sem stendur er mál fyrir Hof- og Stads- réttinum í Kaupmannahöfn um það, að þeir útgöngumenn einnig skili reikninga- bók íslendingafélags, sem þeir hafa náð á annan hátt.“ Sá, er bar fram tillöguna um afsetn- ing Tryggva Gunnarssonar, var Finnur Jónsson. Lenti í svo hart á fundinum, að þeir Hannes létu slökkva ljós í salnum og hótuðu, að kallað yrði á lögreglu Kaupmannahafnar. Gengu hinir þá út, og hafði Finnur fundargerðabók félags- ins á brott með sér. Pálmi Pálsson var gjaldkeri félagsins, og lét hann reikn- ingabók félagsins af hendi við þá Finn. Finnur svaraði grein Hannesar í Þjóð- ólfi 14. júní, og enn ritaði Hannes um rósturnar 6. september. Segir hann í þeirri grcin, að legið hafi við handalög- málum á fundinum. í þessum deilum öllum héldu Verðandimenn hópinn. Llm þessar mundir bættist nýtt skáld í hóp Hafnarstúdenta, Þorsteinn Erlings- son, sem lauk stúdentsprófi haustið 1883. Snerist hann í fyrstu til andstöðu við raunsæisskáldin. Skrifar hann í bréfi til Eiríks Magnússonar 27. des. 1883, að lítill fagnaðarfundur hafi orðið með sér og Velvakanda og bræðrum hans, en hefur þó von um, að þar kunni saman að draga. Llm þá Vcrðandimenn segir hins vegar: „Oðru og enn verra máli er að gegna með skáldaklíkuna (Hannes, Einar, Bertel og fleiri), því þar hygg ég þann eld vera kviknaðan, sem seint muni slokkna. í einni ræðu, sem þeir héldu í íslendinga- félagi hér, sögðu þeir mcðal annars, að Steingrímur Thorsteinsson væri úrcltur, andlaus og dauður ídealisti og hefði aldrei verið skáld; Gröndal vitlaus og annars ekkert skáld á Islandi nú ncma Matthías Jochumsson. Þetta þoldu ekki mín eyru, og varð ég því að tala móti, einkum dró ég Matthias fram og mcst fyrir erfiljóðin eftir Hafstein föður Hann- esar og var annars töluvert illorður. En þá var allur friður úti og orustan byrjuð."1) Þótt þannig færi um fyrstu kynni Þor- steins af skáldbræðrum sínum í flokki raunsæismanna, urðu þó síðar ráðandi í skáldskap hans fremur en hinna ýmsir þeir þættir í lífsskoðunum og listarstefnu, er einkenndu realismann. X Björn Bjarnarson, síðar sýslumaður í Dalasýslu, lauk lögfræðiprófi í Höfn vorið 1883. Hann var fjölþættur áhuga- maður og braskaði í ýmsu. Eftir próf hugðist hann koma á fót verzlun og tók 1) Bjarni Benediktsson frá Hofteigi: Þorsteinn Erlingsson, bls. 38.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.