Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 83
JÓN ÞÓRARINSSON:
FRANZ LISZT
150 ára afmæli
Um þessar mundir er víða um heim
minnzt 150 ára afmælis ungverska píanó-
snillingsins og tónskáldsins Franz Liszts.
Hann var tvímælalaust einn stórbrotn-
asti listamaður 19. aldar og einn hinn
svipmesti maður. Píanósnillingur var
hann slíkur, að enn eru þeir margir, sem
telja hann aldrei hafa átt sinn jafningja
á því sviði. Kom þar bæði til frábærlega
glæsilegur leikstíll hans og sterkur per-
sónulegur áhrifamáttur. Þótt skoðanir séu
skiptar um varanlegt gildi tónsmíða hans
og þær megi með réttu teljast harla mis-
jafnar að gæðum, hafa þó áhrif þeirra
náð mjög víða og haldizt langt fram yfir
daga höfundarins. Auk þess var hann um
margt svo sérstæður og hrífandi persónu-
leiki, mikilúðlegur og rnildur í senn, góð-
hjartaður, örlátur og göfuglyndur, að
fyrir það eitt mundi nafn hans lengi haft
í minnum.
Adam Liszt, fæddur 1755, cr clzti for-
faðir tónskáldsins, sem vitað cr um með
vissu. Hann var ráðsmaður á góssurn
Esterházy-ættarinnar, en sú ætt var ákaf-
lega auðug og valdamikil í Llngverja-
landi og Austurríki um langt skeið og
kemur víða við sögu tónlistarinnar. Adam
þessi var þríkvæntur og átti 26 börn.
Elzti sonur hans, fæddur 1780, bar nafn
föður síns. Á bernskuárum hans var tón-
skáldið Joseph Haydn tónmeistari Ester-
házy fursta, og kenndi hann piltinum
undirstöðuatriði í hljóðfæraleik og tón-
fræði. Hugur Adams yngra sýnist hafa
staðið mjög til tónlistariðkana, en þó fór
svo, er honum óx fiskur um hrygg, að
hann réðst í þjónustu Antons fursta Ester-
házy og varð brátt ráðsmaður hans á eign-
inni Raiding við Ódenburg (nú Sopron í
Ungverjalandi), ekki langt frá Vín. Um
svipað leyti gekk hann að eiga stúlku af
þýsk-austurrískum bændaættum, Önnu
Lager eða Laager að nafni. Þeim fædd-
ist sonur í Raiding 22. október 1811, og
var hann skírður Ferencz, en það er
ungverska myndin af nafninu Franz.
Þá sömu nótt og Franz Liszt fæddist
urðu teikn stór á himni: halastjarnan,
sem kennd er við Halley, geystist yfir
himinhvolfið, og var halinn klofinn. Það
lætur að líkum, að þessi viðburður hefir
orðið ærið íhugunar- og umtalsefni að-
dáendum Liszts og þeim, sem um hann
hafa ritað. Þcir hafa þótzt sjá þar stór-
fenglegt tákn um frægðarferil sveinsins,
sem þessa nótt var vafinn reifum í fyrsta
sinn. Þcir, sem bezt kunnu að lesa, hafa
meira að segja þótzt skilja, að klofinn
hali stjörnunnar tákni tvennskonar yfir-
burði Liszts yfir samtímamenn hans.
Hann var hvorttveggja í senn mikilhæfur
listamaður og óvenjulegur mannkosta-
maður. En samlíkingin er ekki að öllu
leyti heppileg. Franz Liszt er fastastjarna
6