Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 68

Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 68
66 ÁSC.EIR ÞORSTEINSSON ANDVARI færi á að hafa lsland að verzlunarvöru með því að þvinga Dani — sbr. 1814". Hún táknar einmitt það sama sem samn- ingamennirnir 1908 höfðu ríkast í huga og vildu tryggja með sáttmála, — ör- ugga sjálfstæðisviðurkenningu Danmerk- ur á íslandi, „sem ekki yrði af hendi látið“. Rás heimsviðburðanna, eftir að þessu tækifæri var sleppt, var sannarlega ís- landi hliðholl; það er óhætt að segja. Því var haldið fram í dagblaði einu 14. september 1958, er minnzt var Upp- kastsins eftir 50 ár, að samþykkt þess rnundi hafa orðið Islandi fjötur um fót við samningsgerðina 1918. Var aðstaðan borin saman við ástand, sem ríkti það haust í fiskveiðimálum Færeyinga. Gerð- ur hafði verið samningur um fiskilögsögu þeirra í apríl 1955 og hljóðaði upp á þrjár sjómílur. Var látið liggja að því í blaðinu, að ný samningsathugun, sem var í aðsigi, mundi reynast Færeyingum þung í skauti vegna samningsins 1955, og í samanburði við þjóðir, sem væru samningslausar. A þessum losaralega grundvelli var síðan dregin ályktun um heftandi áhrif LJppkastsins á samningana 1918. Þcssar getgátur blaðsins reyndust þó nokkrum mánuðum síðar hrakspár einar. Bretar bættu Færeyingum eldri samninginn upp, úr þremur í sex sjómílur, auk ítaks í svæðið milli sex og tólf mílna á vissum árstímum. Þetta varð einungis sökuin breytts við- horfs í heiminum í þessum málum, sem orkaði á gildandi samning, þótt enginn lagastafur væri þar um endurskoðun af slíkuin ástæðum. Ilið breytta viðhorf í heimsmálunum 1918 hefði einnig orsakað af sjálfu sér endurskoðun Uppkastsins frá 1908, eins og áður er drepið á. íslendingar hefðu minnzt þcss þá, ef ekki fyrr í stríðinu, að þeim bæri ekki aðeins skvlda sem sjálfstæðu ríki til að bjarga sér sem bezt þeir gætu, heldur áttu þeir jafnframt rétt til, af tilefni heims- ástandsins, að ákveða sjálfir, áður en endurskoðunarfilestur væri liðinn, það sem látið hafði verið óráðstafað sam- kvæmt kröfu Dana við samningsgerðina 1908, en það voru utanríkismálin fyrst og fremst. Island átti sínar óskir óuppfylltar síðan þá. Og Danir hefðu ekki með neinurn rétti getað staðið á móti endurskoðun Uppkastslaganna allra eftir viðburðina 1914—1918. ísland átti þá leik og gat ekki tapað. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma hefði Uppkastið frá 1908 reynzt hæft sinni köllu.n, að leiða Island örugglega að markinu sem algerlega sérstæðu ríki. Það var því ekki neitt happ fólgið í því, að Llppkastið var fellt 1909. Samþykkt þess hefði þvert á móti getað orðið hinu athafnasama íslandi til gagns í átökum við erfið viðfangsefni á tímabilinu fram að 1918. Hitt var fremur lán í óláni, að Danir skyldu taka það upp hjá sjálfum sér að gefa íslandi kost á upptöku sambands- málsins 1918, því ekki er augljóst mál, að ísland, sem óaðskiljanlegur hluti Dana- veldis, hefði getað notað sér til framdráttar boðskap Wilsons forseta gegn andstöðu Danmerkur. Málið var í rauninni, gagn- vart umheiminum, innanríkismál hennar. ísland var á krossgötum i sjálfstæðis- baráttunni 1908. Eina færa leiðin út úr stjórnmálalegu öngþveiti voru samningar við Dani. íslendingar voru þó ekki reiðu- búnir til að viðurkcnna þá staðrevnd og stóðu fast á hinum sögulega rétti. En það kom ekki að sök vegna farsælla lykta heimsstyrjaldarirmar 1918 og vinsamlegra samninga þá, að frumkvæði Dana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.