Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 69
ANDVARI
ÍSLAND Á KROSSGÖTUM 1908
67
Tillaga 7 íslenzku nefndarmannanna.
(Borin fram á fundi millilandanefndarinnar
3. apríl 1908):
1. gr. ísland er frjálst og sjálfstætt land,
er eigi verður af hendi látið. Það er
í sambandi við Danmörku um einn
og sama konung og þau mál, er
báðir aðiljar liafa orðið ásáttir um
að tclja sameiginleg í lögum þess-
um. 1 heiti konungs komi eftir
orðið „Danmerkur" orðin „og ís-
lands“.
2. gr. Skipun sú, er gildir í Danmörku um
ríkiserfðir, rétt konungs til að hafa
stjórn á hendi í öðrum löndum,
trúarbrögð konungs, myndugleika
hans, og um ríkisstjórn, er konung-
ur er ófullveðja, sjúkur eða fjar-
staddur, svo og um það, er konung-
dómurinn er laus og enginn ríkis-
arfi til, skal einnig gilda að því er
til íslands kemur.
3. gr. Þessi skulu vera sameiginleg mál
Danmerkur og íslands:
a. Konungsmata og borðfé ættmenna
konungs.
b. Löggjöfin viðvíkjandi fæðingarrétt-
inunr, er skal vera sameiginlegur,
að því undanskildu, að hið íslenzka
löggjafan'ald gctur með lögum veitt
útlendingum fæðingarrétt á íslandi;
sömuleiðis gildir fæðingarréttur, er
veittur er útlendingum með dönsk-
um lögum, aðeins í Danmörku.
c. Stjórn utanríkismála. Engir nýir
þjóðasamningar eða lík ákvæði
skulu þó gilda fyrir ísland, nema
íslenzk stjórnarvöld samþykki
d. Hen'arnir út á við, að því óskcrtu,
að heimilisfastir íslendingar á ís-
landi séu undanþegnir herþjónustu
og að eigi megi gera hernaðarum-
búnað eða hemaðarráðstafanir í
landinu, nema bráða nauðsyn beri
til að verja það fyrir árásum útlend-
inga.
Llppkastið frá 1908.
(Eins og það birtist endanlega á alþingi 1909,
frá minnihlutanefnd neðri deildar, þskj.
596):
1. gr. ísland er frjálst og sjálfstætt ríki.
Það er í sambandi við Danmörku
um einn og sama konung og þau
mál, er báðir aðiljar hafa orðið
ásáttir um að telja sameiginleg í lög-
um þessum. í hciti konungs komi
eftir orðið „Danmerkur" orðin „og
íslands".
2. gr. Orði til orðs eins og í tillögu hinna
sjö.
3. gr. Þessi eru sameiginleg mál Danmerk-
ur og íslands:
]. Konungsmata, borðfé ættmenna
konungs og önnur gjöld til kon-
ungsættarinnar.
2. Utanríkismálefni. Enginn þjóðar-
samningur, er snertir íslenzk mál,
þau er ekki er með farið sem sam-
eiginleg samkvæmt þessum lögum,
skal gildur vera án samþykkis réttra
íslenzkra stjórnar\'alda.
3. Hervarnir á sjó og landi ásamt gunn-
fána, sbr. þó 57. gr. stjórnarskrár
frá 5. jan. 1874.
4. Gæzla fiskveiðaréttar þegnanna, að
óskcrtum rétti íslands til að auka
cftirlit með fiskveiðum á land-
helgissvæði íslands, eftir samkomu-
lagi við Danmörku um nánari til-
högun á því eftirliti.