Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 66
64
ÁSGEIll ÞORSTEINSSON
ANDVARI
Einar Arnórsson scgir þetta um umboð
Dana til að fara með utanríkismálin eftir
1918:
„Umboðið takmarkar athafnafrelsi ís-
lands, en takmörkun á athafnafrelsi ríkis
sviptir það ekki almennt fullveldi, fremur
en takmörk á athafnafrelsi manns sviptir
bann lögræði. Umboðið er skiljanlega
líka takmörkun á athafnafrelsi Danmerk-
ur, því að henni er samkvæmt því skylt
að fara með íslenzk utanríkismál næstu
25 árin eftir 1. des. 1918. Danmörk hefur
þar með tekið á sig verkkvöð fyrir ísland
næstu 25 ár. Það að fsland getur veitt
slíkt umboð sýnir eitt með fleiru, að það
er fullvalda ríki, því að ekkert ófullvalda
ríki — ef tala má um ófullvalda ríki —■
getur veitt öðru ríki umboð til að fara
með eina tegund mála sinna." (Bls. 65).
Hannes Hafstein gerir, eins og að
framan segir, sams konar samanburð á af-
stöðu Danmerkur og íslands eftir Upp-
kastinu og kemst að sömu niðurstöðu,
og Jóhannes Jóhannesson gerir skilmerki-
lega grein fyrir umboðinu. Verður eigi
betur séð en að fullt samræmi sé í þess-
um efnum í túlkun þeirra á Uppkastinu
og Einars Arnórssonar á Sambandslög-
unum. I báðum tilvikum gefur ísland af
fúsum og frjálsum vilja Danmörku um-
boð til að fara með utanríkismálin. 1908
er það gefið til óákveðins tíma, en 1918
til 25 ára eða lengur.
I lvergi bólar á því í nefndaálitum 1918,
að nokkur lögfesting íslands í danska rík-
inu hafi falizt í Uppkastinu frá 1908.
I nefndaráliti meiri hluta fullveldis-
nefnda 1918 er eftirfarandi skýring á
einu atriði Uppkastsins 1908:
,, „Ríkisréttarsamband" milli tveggja
landa táknar það, að annað hlýtur að
vera hinu æðra, eða þau bæði lúta vilja
þriðja aðilja, með öðrum orðum: Að
annað landið getur skipað hinu og skuld-
bundið það án vilja þess. Annað mál er
það, að orkað hefur tvímælis, hvort þetta
heiti á sambandi því, er til var stofnað
með 1908, var rétt, af því að 1908 var til
orðið fyrir samningagerð tveggja aðila. En
það, að þetta heiti var haft, hlaut að veikja
og vekja efa um réttmæti þeirrar álykt-
unar, að Island hafi orðið fullvalda ríki
cftir 1908“ (Bls. 33).
Ilér er á ferðinni nokkur afsökun á
því, að Uppkastið fékk á sig „innlimunar“-
stimpilinn 1908. En jafnframt er Upp-
kastið afflutt vegna þess, að það hefur
óheppilegt heiti, sem lækkar Island í sessi
gagnvart Danmörku (en ekki Danmörku
gagnvart Islandi?) En svo er því þó bætt
við, að líklega sé þetta rangt heiti, eftir
efni Uppkastsákvæðanna, sem vitað er að
fela ekki í sér neina niðurlægingu á Is-
landi af hálfu Danmerkur. Danir gátu
ekki skipað íslendingum né skuldbundið
þá án vilja þeirra.
Það er nokkuð nýstárlegt, ef efni á að
lúta í lægra haldi fyrir formi, og fróðlegt
að sjá, hvað nefndarálitið segir um það
atriði.
I sambandslaganefndinni varð talsvert
þóf um það, hvort frumvörpin skyldu
vera tvö, eins og íslendingarnir fóru fram
á fyrst, eða aðeins eitt, sem Danir héldu
til streitu. Það var fallið frá tveimur
frumvörpum, og þá talið aukaatriði, í
hvaða formi sambandslögin væri búin.
Allt veltur á efninu, segir í nefndarálit-
inu. Það var líka nokkuð þráttað um
heitið „Sambandslög" (í stað „Sáttmála"),
en með sömu úrslitum, að eigi var talið
máli skipta, enda væri það auðsætt, að
efni þeirra, að undanteknu konungssam-
bandinu, byggðist á samningi. Hér var
heitið afsakað í skjóli þess, að það væri
aukaatriði, eða formsatriði, en efnið réði,
þ. e. samningurinn sjálfur.
„Engin stofnun til, ekkert yfirríki,
cngin sambandsstjórn, ekkert sambands-
þing . . .“, stendur í nefndaráliti meiri