Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 33
ANDVARI
LÁTTU gamminn geisa
31
orðstír hans meðal hinna róttækari í hópi
þeirra. Þeir sáu, að hann óttaðist ekki
að standa einn, þótt móti blési. Ólafur
Davíðsson þjóðsagnasafnari kom til
Hafnar þetta sumar nýbakaður stúdent
og skrifaði föður sínum skömmu eftir
komuna þangað:
„Mér finnst Hannes Hafsteinn vera
fyrir íslenzkum stúdentum hér að flestu
leyti. Það er langt frá því, að hann sé
drambsamari en góðu hófi gegnir. Nokkuð
er hæft í flaggsögunni. Flaggið, sem var
rifið niður, var ekki þjóðflagg Dana,
heldur konungsflaggið, við erum ekki
konunghollir ungu mennirnir — og ís-
lendingar unnu að nokkru leyti frægan
sigur. Tveir íslendingar stóðust atlögu
10—20 danskra stúdenta."1 1 2)
Þetta haust var Hannes í kjöri til
hringjaraembættis á Garði, studdur af
hinum frjálslyndari og róttækari stúdent-
um í hópi Dana, og að líkum fylktu Is-
lendingar sér urn hann. Keppinautur
hans um þessa virðingarstöðu var Christ-
ian Riis læknanemi. Þetta varð ein
sögulegasta kosning í sögu Garðs, og er
henni helgað meira rúm í Kirkjubók en
nokkurri annarri. Segir þar, að aðalslag-
orð stuðningsmanna Hannesar hafi verið
„kamp over den ganske linje“ og „frisk
luft“. Það er að segja, að barizt skyldi
fyrir nýrri og frjálslyndari stefnu á öll-
um sviðum og með öllum ráðum. Hins
vegar lýsti Riis yfir því, að hann væri
frjálslyndur, að því er tæki til landsmála
í Danmörku, en íhaldssamur, hvað
snerti afstöðu til fornra venja og siða á
Garði. Framboðsfundur var haldinn 12.
okt. Flutti Idannes mjög rómaða ræðu
og varði löngu máli til að ræða flagga-
deiluna og sverja af sér niðurrif fánans.
Segir svo af því í Kirkjubók:
„I et længere foredrag udviklede Haf-
steinn, hvorledes beretningen orn hans
delagtighed i de nævnte optrin verse-
rede i en overordentlig overdrevet og
forvrænget skikkelse; hvorledes „Flag-
nedrivningen" indskrænkede sig til kun
at have resultat tilfælles med det virke-
lig foregáede: Flagets nedsvæven fra
en h0jere til cn lavere region, fremkaldt
ved en tilfældig kollission mellem flaget
og ham eller en anden; hvorlcdes hans
optræden ved normannsgildet var stik
imod hans danskvenlige sympatier og
kun fremkaldt ved irritation og hán
fra de danskes side, dengang han slog
til lyd pá sit bæger for at desavouere
en landsmands foregáende for de
danske, særlig i nordmændenes páh0r,
krænkende ytringer; han beklagede
dels at have ladet sig henrive til de ud-
talelser, han virkelig havde fremf0rt og
dels, at disse af de danske var blevet for-
tolket som langt rnere st0dende end de
i realiteten var.
Talen blev modtaget med meget bi-
fald, der kulminerede, da kandidaten
erklærede, at overskriften over hans even-
tuelle klokkerprogram skulle være: frisk
luft."1)
Fundinum lauk með prófkjöri fundar-
manna, og hafði Hannes þá mikinn meiri
hluta. Tveimur dögum síðar fór svo hið
eiginlega kjör fram, og vann þá Riis
kosninguna með tveggja atkvæða mun. I
grein sinni um stúdentsár Hannesar
kennir Einar Hjörleifsson því um, að
„fáeinir Islendingar létu sig vanta.“")
Líklegt má telja, að sú fjarvera íslend-
inga, sem Einar harmar, hafi átt rætur
að rekja til þess, að um þetta leyti stóð
Idannes einnig í stríðum flokkadráttum
meðal Islendinga í Idöfn. Eiríkur Jóns-
1) Regensens Arkiv: Regensens Kirkebog 1879
—1887.
2) Eimreiðin 1932, bls. 23.
1) Ég læt allt fjúka, bls. 97.